Vertu memm

Starfsmannavelta

Hækkuðu leiguna úr 315 þúsund í 650 þúsund – „…ekki lengur grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri“

Birting:

þann

C is for Cookie Reykjavík

C is for Cookie er staðsett við Týsgötu 8 í Reykjavík

„Það er með miklum trega, sem við neyðumst til að tilkynna ykkur að kaffihúsið C is for Cookie mun hætta störfum frá og með mánaðarmótum febrúar/mars.“

Að því er fram kemur í tilkynningu frá kaffihúsinu og segir jafnframt:

„Þegar til stendur að hækka húsaleiguna hjá okkur yfir 100% er einfaldlega ekki lengur grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri.“

C is for Cookie Reykjavík

Úr 315 þúsund í 650 þúsund

Á visir.is er fjallað um leigusamninginn hjá kaffihúsinu og fyrrverandi leigusala en hann hefur verið laus undanfarna mánuði. Fyrri samningur hljóðaði upp á 315 þúsund króna leigugreiðslu á mánuði og nýju eigendur húsnæðisins vilja fá um 650 þúsund krónur í leigu á mánuði. Nánari umfjöllun um málið er hægt að lesa á visir.is hér.

C is for Cookie Reykjavík

 

„Við viljum þakka öllum þeim yndislegu fastakúnnum, sem hafa vanið komur sínar til okkar í gegnum árin, öll hlýju orðin og kveðjurnar. Enn fremur viljum við þakka öllu því frábæra starfsfólki, sem hefur staðið vaktina með okkur. En öll ævintýri taka enda og nú hefst bara nýr kafli í nýju ævintýri. Það er því með tregafullu brosi, sem við kveðjum ykkur og þökkum kærlega fyrir allar góðu stundirnar.“

Segir að lokum í tilkynningu frá C is for Cookie.

Myndir: facebook / C is for Cookie Reykjavík

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið