Markaðurinn
Áramótakveðja frá Garra
Kæri viðskiptavinur.
Nú fer árinu 2018 senn að ljúka og nýtt ár rétt handan við hornið. Af því tilefni viljum við senda þér okkar bestu áramótakveðju, með ósk um að nýja árið verði þér farsælt og þakka fyrir afar ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Árið hefur verið einkar viðburðaríkt og góð samstaða og samvinna verið lykilatriði á öllum sviðum.
Ný vefverslun leit dagsins ljós á árinu og hefur nú tekið við sem hraðvirkasta leiðin til að finna og panta vörur. Opnunarhátíðin í nýju húsnæði Garra að Hádegismóum 1 var einstaklega vel heppnaður og skemmtilegur viðburður. Það er ánægjulegt að segja frá því að húsnæðið er bylting frá fyrra húsnæði sérstaklega hvað umhverfisþætti varðar. Jafnframt er það hannað til þess að auka hraða og gæði í þjónustu okkar til viðskiptavina.
Við hlökkum mikið til ársins 2019 og þeim áskorunum sem því fylgja. Við njótum þess að skilja og uppfylla þarfir viðskiptavina okkar og munu ýmsar spennandi nýjungar líta dagsins ljós.
Okkar bestu óskir um gleðilegt nýtt ár!
Starfsfólk Garra
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar