Markaðurinn
Áramótakveðja frá Garra
Kæri viðskiptavinur.
Nú fer árinu 2018 senn að ljúka og nýtt ár rétt handan við hornið. Af því tilefni viljum við senda þér okkar bestu áramótakveðju, með ósk um að nýja árið verði þér farsælt og þakka fyrir afar ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Árið hefur verið einkar viðburðaríkt og góð samstaða og samvinna verið lykilatriði á öllum sviðum.
Ný vefverslun leit dagsins ljós á árinu og hefur nú tekið við sem hraðvirkasta leiðin til að finna og panta vörur. Opnunarhátíðin í nýju húsnæði Garra að Hádegismóum 1 var einstaklega vel heppnaður og skemmtilegur viðburður. Það er ánægjulegt að segja frá því að húsnæðið er bylting frá fyrra húsnæði sérstaklega hvað umhverfisþætti varðar. Jafnframt er það hannað til þess að auka hraða og gæði í þjónustu okkar til viðskiptavina.
Við hlökkum mikið til ársins 2019 og þeim áskorunum sem því fylgja. Við njótum þess að skilja og uppfylla þarfir viðskiptavina okkar og munu ýmsar spennandi nýjungar líta dagsins ljós.
Okkar bestu óskir um gleðilegt nýtt ár!
Starfsfólk Garra

-
Keppni11 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata