Vertu memm

Freisting

Nýmalað svart fólk í pastarétt

Birting:

þann

Ástralskur bókaútgefandi þarf að endurprenta uppskriftabók eftir að í ljós kom að í einni uppskriftinni stóð að það þyrfti salt og „nýmalað svart fólk“ í staðinn fyrir „nýmalaðan svartan pipar“.

Penguin bókaútgefandinn í Ástralíu þurfti að endurprenta um 7.000 eintök af Pastabiblíunni í síðustu viku sem kostaði forlagið rúmar 2 milljónir króna. Gömlu eintökin verða ekki innkölluð.

Umrædd uppskrift var að speltu tagliatelle með sardínum.

Talsmaður bókaútgefandans segir að í nánast öllum af 150 uppskriftum í bókinni hafi verið talað um salt og nýmalaðan pipar en aðeins í þessari einu hafi nýmalaðs svarts fólks verið krafist í eldamennskuna.

Greint frá á Mbl.is

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið