Frétt
Nóróveira í ostrum olli matareitrun á Skelfisksmarkaðnum
Fyrr í þessum mánuði bárust fréttir af matareitrun af völdum nóróveiru hjá hópum einstaklinga í tengslum við neyslu sjávarafurða á Skelfisksmarkaðinum í Reykjavík. Staðfest hefur verið að orsök veikindanna má rekja til mengaðra ostra, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.
Samkvæmt því sem áður hefur komið fram þá veiktust 44 einstaklingar og áttu þeir allir það sameiginlegt að hafa snætt ostrur á veitingastaðnum dagana 8. nóvember til og með 13. nóvember sl.
Nóroveirur greindust í ostrum sem voru á matseðli á þessu tímabili. Einnig er vitað um fjóra einstaklinga sem veiktust og áttu það sameiginlegt að hafa borðað ostrur á staðnum dagana 29. október til 4. nóvember.
Um er að ræða ostrur innfluttar frá Spáni sem ungviði og áfram ræktaðar til manneldis í Skjálfandaflóa af fyrirtækinu Víkurskel. Er þetta í fyrsta sinn sem nóróveira er staðfest í ostrum hér á landi. Leitað verður að uppsprettu sýkingarinnar í ostrunum.
Við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að virkt móttökueftirlit og matvælaöryggiskerfi er í gildi á Skelfisksmarkaðinum.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






