Freisting
Hamborgarafabrikkan komin í loftið
Jói, Simmi og Hinni slá hér á létta strengi fyrir ljósmyndara freisting.is
Freisting.is leit við í fyrsta hádegi hjá Hamborgarafabrikkunni, reyndar var klukkan farinn að slá í tvö, staðurinn ennþá fullur af gestum og stöðugt bættist við.
Hitti Hinna þar sem hann raðaði saman borgurum og af skipanir inní eldhús til að allt gengi smurt fyrir, að sögn 280 gestir frá opnun og dagurinn varla hálfnaður!
Fabrikkan er töff staður, hátt til lofts og bjart inni þökk sé gríðarlegum gluggum sem veita útsýni yfir að einu fallegasta húsi Reykjavíkur, Höfða. Til gamans má geta að hægt er að panta síðustu kvöldmáltíð Reagans og Gorbachev af matseðli, grillaðar lambalundir með púrtvínssósu og öllu tilheyrandi.
Hinni smellti í gang einum svaðalegasta hamborgara sem ég hef augum litið, en samkvæmt maðseðli er hann nr. 13 og heitir Trukkurinn.
Hvítlauksgrillaður portobellosveppur, steikt egg, beikon, ostur, bearnaise, 120g nautaborgari, kál, tómatur og síðast en ekki síst ferkantað hamborgarabrauð og auðvitað fylgdu franskar kartöflur. Kaloríuboba, bomba eins og einhver segir!!!
SVAÐAlegur burger. Þennan skratta pantar maður ekki nema á TÓMAN maga!
Stöðugt bætti í kúnnahópinn, allir sem ég talaði við voru á einu máli, Nammi.
Tökum matseðil betur út síðar, en lengi býr að fyrstu gerð og hún var alveg í lagi.
Smellið hér til að skoða myndir frá Hamborgarafabrikkunni í dag
/ Formlega opnanir / Hamborgarafabrikkan
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu