Frétt
Hafsteinssynir fluttir til Tenerife – Keyptu íbúðahótelið Castle Harbour
„Ég var farinn að hugsa mér til hreyfings og vildi gera eitthvað nýtt. Mér leist bara ekkert á markaðinn heima en þá hringdi Trausti bróðir og sagðist vera með hugmynd. Ég fór út og skoðaði málið, við gerðum tilboð og því var tekið,“
segir Níels Hafsteinsson framreiðslu-, og veitingamaður í samtali við Morgunblaðið.

Eigendahópurinn á glaðri stundu á Tenerife fyrir ári síðan, Trausti, Rún, Lára Gyða, Níels og Hafsteinn
Níels tók um síðustu mánaðamót við rekstri íbúðahótelsins Castle Harbour á Tenerife. Hann festi kaup á hótelinu ásamt tveimur bræðrum sínum, Trausta og Hilmari, samstarfsmanni þeirra Eyjólfi Gest Ingólfssyni matreiðslumanni og föður þeirra, Hafsteini Egilssyni framreiðslumeistara.
„Hann er svona mafíósinn,“
segir Níels um föður sinn í léttum dúr. Þeir hafa rekið veitingastaðina Rauða ljónið á Eiðistorgi og Steikhúsið í Tryggvagötu við góðan orðstír síðustu ár og mun yngsti bróðirinn, Hilmar, sjá um rekstur þeirra áfram.
„Jújú, þetta kostar auðvitað fullt af peningum. En viðskiptaáætlunin gerir ráð fyrir að ég muni á endanum græða eitthvað,“
segir Níels.
Grein þessi var birt í heild sinni í Morgunblaðinu 31. okóber s.l.
Vídeó
Níels tók þetta myndband í hótelgarðinum nú í vikunni:
Hann Nilli tekur brosandi á móti ykkur á skrifstofunni þegar þið mætið til okkar að njóta lífsins á hinu notalega íbúðarhóteli Castle Harbour í Los Cristianos. Hann tók þetta myndband í hótelgarðinum í gærmorgun, alveg hægt að njóta sólar og slökunar í þessum garði og sundlaugin er upphituð allt árið ?
Posted by Tenerent.is on Saturday, 3 November 2018
Heimasíða: www.tenerent.is
Myndir: facebook / Tenerent.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?