Frétt
Hafsteinssynir fluttir til Tenerife – Keyptu íbúðahótelið Castle Harbour
„Ég var farinn að hugsa mér til hreyfings og vildi gera eitthvað nýtt. Mér leist bara ekkert á markaðinn heima en þá hringdi Trausti bróðir og sagðist vera með hugmynd. Ég fór út og skoðaði málið, við gerðum tilboð og því var tekið,“
segir Níels Hafsteinsson framreiðslu-, og veitingamaður í samtali við Morgunblaðið.

Eigendahópurinn á glaðri stundu á Tenerife fyrir ári síðan, Trausti, Rún, Lára Gyða, Níels og Hafsteinn
Níels tók um síðustu mánaðamót við rekstri íbúðahótelsins Castle Harbour á Tenerife. Hann festi kaup á hótelinu ásamt tveimur bræðrum sínum, Trausta og Hilmari, samstarfsmanni þeirra Eyjólfi Gest Ingólfssyni matreiðslumanni og föður þeirra, Hafsteini Egilssyni framreiðslumeistara.
„Hann er svona mafíósinn,“
segir Níels um föður sinn í léttum dúr. Þeir hafa rekið veitingastaðina Rauða ljónið á Eiðistorgi og Steikhúsið í Tryggvagötu við góðan orðstír síðustu ár og mun yngsti bróðirinn, Hilmar, sjá um rekstur þeirra áfram.
„Jújú, þetta kostar auðvitað fullt af peningum. En viðskiptaáætlunin gerir ráð fyrir að ég muni á endanum græða eitthvað,“
segir Níels.
Grein þessi var birt í heild sinni í Morgunblaðinu 31. okóber s.l.
Vídeó
Níels tók þetta myndband í hótelgarðinum nú í vikunni:
Heimasíða: www.tenerent.is
Myndir: facebook / Tenerent.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni