Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt veitingahús á Rauðarárstíg
Í ágúst s.l. opnaði nýr veitingastaður við Rauðarárstíg 10. Staðurinn heitir Reykjavík Kitchen og hefur meðal annars fengið mjög góða dóma á Tripadvisor.
Eigendur eru systkinin, Páll Þórir Rúnarsson, K. Fjóla Guðmundsdóttir, Ólafur Þór Guðmundsson. Páll og Ólafur eiga einnig hlut í veitingastaðnum Old Iceland á Laugavegi 72, en sá staður hefur verið í topp 10 á Tripadvisor í 4 ár samfleytt í flokknum Local cuisine.
Andri Snær Kristinsson er matreiðslumaðurinn á bakvið Reykjavík Kitchen, en hann lauk sveinsprófinu árið 2017. Andri lærði fræðin sín á Argentínu og útskrifaðist frá Kopar. Andri hefur starfað á Herbúð 11, Salt kitchen & bar svo fátt eitt sé nefnt.
Lilja M. Bergmann sér um faglegan rekstur staðarins.
Reykjavík Kitchen leggur mikla áherslu á góða þjónustu og vera eingöngu með íslenskt hráefni og hefðbunda íslenska rétti, í bland við annað og þemað er mjög líkt því sem er á Old Iceland veitingastaðnum.

Þessi girnilegi réttur var fiskur dagsins í september.
Rauðspretta með kartöflusmælki, sætkartöflumauki, aspas, kúrbít, pecan hnetum og dill dressingu.
Reykjavík Kitchen tekur 42 manns í sæti og opnunartími er: 11:30 – 22:00 mán til föst og 17:00 – 22:00 laug og sun.
Heimasíða: www.reykjavikkitchen.is
Instagram: Reykjavík Kitchen
Facebook: Reykjavík Kitchen
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður










