Vertu memm

Keppni

Grétar Matthíasson vann gullið í Short Drinks

Birting:

þann

Grétar Matthíasson

Grétar Matthíasson
Mynd: Tómas Kristjánsson

Íslandsmeistari barþjóna Grétar Matthíasson hreppti gullið á Heimsmeistaramóti Barþjóna í flokki short drinks.

Heimsmeistaramót Barþjóna var haldið í dag í Tallinn höfuðborg Eistlands og keppti Grétar með drykkinn Peach Perfekt, sem samanstendur af Finlandia vodka, peachtree, barbeito veremar reserva, giffard wild eldflower líkjör, lime safa og ferskju.

Þeir 6 barþjónar sem unnu til gullverðlauna í sínum flokki kepptu einnig í dag og var Grétar að sjálfsögðu einn af þeim. Úrslitin verða kynnt á morgun föstudaginn 5. október og þá kemur í ljós hver hreppir titilinn Heimsmeistari barþjóna 2018.

Bein útsending er frá keppninni hér.

Grétar er lærður matreiðslu-, framreiðslumaður og er rekstrarstjóri á Grillmarkaðinum.

Grétar Matthíasson á Heimsmeistaramóti Barþjóna, haldin í Tallinn höfuðborg Eistlands

Grétar fagnar hér sigrinum vel og innilega
Mynd: facebook / IBAz

Grétar Matthíasson á Heimsmeistaramóti Barþjóna, haldin í Tallinn höfuðborg Eistlands

Íslenski stuðningshópurinn í Tallinn
Mynd: Árni Gunnarsson

Grétar Matthíasson á Heimsmeistaramóti Barþjóna, haldin í Tallinn höfuðborg Eistlands

Peach Perfekt
Mynd: Tómas Kristjánsson

Vídeó

Posted by Arni Gunnarsson on Monday, 1 October 2018

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið