Freisting
Indversk matreiðsla í Veisluturninum
|
Brá mér síðastliðið miðvikudagskvöld í Veisluturninn í Kópavogi en þar ætlaði Yesmine Olsson að sýna í orði og á borði nokkra rétti úr bókunum sínum.
Rúmlega 30 manns voru mættir og uppsetning á námskeiðinu fín, stórt sýningartjald, videómyndavél niður á bretti og eldavél sýndi þeim sem sátu aftar í salnum hvað um var að vera auk þess var Yesmine með hljóðnema þannig að vel heyrðist í henni, fínar græjur þarna innandyra!
Yesmine stiklaði á uppruna sínum og tengingu við hollan og næringarríkan mat, enda einkaþjálfari og næringarráðgjafi hér á ferð auk þess sem fyrrverandi fitness keppandi.
Hún tók fyrir 7 uppskriftir þessa kvöldstund, hver annari betri, auðveldar en mjög bragðgóðar (gefið var smakk í lokin). Farið var í gegnum indverskt lambalæri, Harissa hunangs kjúkling, indverskan hrísgrjónarétt, Aloo Dam karrýkartöflur, döðlu og kóriander chutney, Naan brauð og Naan Peshwari (fylltur hálfmáni) og ég get upplýst lesendur að þetta var algjört nammi, fallegur matur og bragðgóður.
Get mælt með svona kvöldstund, þarna voru vinnufélagar og matarklúbbur samankomin til að læra nýja hluti og gestir mjög ánægðir með kvöldið allavega þá sem ég talaði við.
Læt nokkrar myndir af kvöldinu fylgja með en lesa má um námskeiðið inná heimasíðu Veisluturnsins. Flott framtak, takk fyrir kvöldið.
Myndasafn:
www.freisting.is/myndagalleri/public.asp?public_user=1
–>> Almennar myndir / Indversk matreiðsla

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics