Markaðurinn
Brynjar Viggósson framkvæmdastjóri sölusviðs Samhentra og Vörumerkingar
Samhentir og Vörumerking hafa gert skipulagsbreytingar á sölustarfsemi félaganna. Brynjar Viggósson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðsins. Sölusviðið ber ábyrgð á sölu allra afurða Samhentra og Vörumerkingar svo sem umbúðum fyrir sjávarútveg, matvælavinnslu, garðyrkju, veitingahús og mötuneyti ásamt mjög breiðri vörulínu annarra vara.
Með þessari skipulagsbreytingu er lögð aukin áhersla á samhæfingu og skilvirkni sölu og þjónustu Samhentra og Vörumerkingar. Á sölusviðinu starfa alls um 20 manns.
Áður starfaði Brynjar hjá Eimskip í um 18 ár og starfaði þar síðastliðin ár sem forstöðumaður söludeildar áætlanaflutninga. Þar á undan starfaði Brynjar hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Brynjar er með BSc í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri og MBA frá The Hague University. Brynjar er kvæntur Guðrúnu Bergsteinsdóttur lögmanni og eiga þau þrjú börn.
Mynd: aðsend

-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards