Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þröstur Magnússon er ekkert á leiðinni heim

Birting:

þann

Þröstur Magnússon

Þröstur Magnússon

Þröstur Magnússon matreiðslumaður starfar á Radisson Sas Atlantic hótelinu í Stavanger í Noregi og hefur unnið þar í tæpt ár og líkar mjög vel.  Þröstur er yfirmatreiðslumaður hótelsins og aðstoðar yfirmatreiðslumaður er Guðjón Kristjánsson, en í eldhúsinu starfa 4 matreiðslumenn, einn Chef du partie, 1 matreiðslunemi og 2 matreiðslunemar að fara útskrifast og 5 aðstoðir.

Núna í október tekur hótelið stærstu veislu sína, en það verða 2000 manns í tveggja rétta og áætlar Þröstur að um 20 matreiðslumenn í verkefnið og fyrir utan norska matreiðslumenn, þá verða þar nokkrir íslenskir matreiðslumenn en þeir eru Stefán Páll Jónsson, Sigurður Rúnar Ragnarsson, Jói Palli og Jónmundur Guðmundsson.

Matseðillinn verður:

  • Grillaðar kjúklingabringur með rósmarinkartöflumús, bökuðu rótargrænmeti og estragon hvítvínssósu
  • Amerísk ostaterta med season fruits

Að lokum lögðum við eina létta spurningu fyrir kappann:

Eru menn á leiðinni heim?
Ekki séns 🙂

Heimasíða hótelsins: www.radissonblu.com/atlantichotel-stavanger

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið