Freisting
Dæmi um hringormasmit eftir neyslu á hálfhráum fiski
Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er greint frá tveimur nýlegum tilfellum hringormasmits í fólki hér á landi. Fannst hringormur í koki tveggja einstaklinga, sem neytt höfðu illa hitaðra rétta úr ferskum steinbít fimm og sex dögum áður.
Fram kemur í grein Karls Skírnissonar, líffræðings, í blaðinu, að í báðum tilfellum höfðu lirfur, upprunnar úr fiskholdinu, þroskast á þeim tíma sem liðinn var frá smitun. Í fyrra tilvikinu vaknaði ungur karlmaður við að ormur var að hreyfa sig í koki. Eftirgrennslan leiddi í ljós að sex dögum áður hafði maðurinn neytt snöggsteikts steinbíts sem keyptur hafði verið ferskur í fiskbúð. Hvorki varð vart við fleiri orma eða einkenni sem bentu til frekara smits.
Í hinu tilfellinu fann ung kona fyrir ertingu í hálsi. Þegar hún hóstaði barst lirfan upp í kok. Fimm dögum áður hafði konan verið gestgjafi í matarboði þar sem ofnréttur úr stórum, ferskum steinbít var fram borinn. Konan sem síðar hóstaði upp lirfunni smakkaði ásamt tveimur öðrum matargestum hálfhráan bita úr réttinum eftir hálftíma bökun í ofni. Þar sem steinbíturinn var enn glær var ákveðið að baka réttinn þar til fiskurinn var orðinn hvítur og gegnheitur. Konan fann fyrir greinilegri ertingu í hálsi í 12 daga eftir að ormurinn hafði gengið upp í kok.
Í greininni í Læknablaðinu segir að menn séu ekki náttúrulegir lokahýslar en hringormar, sem koma úr fiski, geti lifað í fólki og valdið sjúkdómi. Hefðbundnar matreiðsluaðferðir hér á landi sem fela í sér suðu eða eldun á ferskum fiski upp fyrir 70°C hafi að líkindum að mestu komið í veg fyrir smitun. Hætta sé þó á að tilfellum geti fjölgað hér á landi aukist neysla á hráum fiski og hráum hrognum eða fiskréttum sem ekki hafa verið hitaðir eða frystir nægjanlega lengi til að drepa í þeim hringorma.
Greint frá á Mbl.is
Heimild: Læknablaðið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana