Vertu memm

Freisting

Dæmi um hringormasmit eftir neyslu á hálfhráum fiski

Birting:

þann

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er greint frá tveimur nýlegum tilfellum hringormasmits í fólki hér á landi. Fannst hringormur í koki tveggja einstaklinga, sem neytt höfðu illa hitaðra rétta úr ferskum steinbít fimm og sex dögum áður.

Fram kemur í grein Karls Skírnissonar, líffræðings, í blaðinu, að í báðum tilfellum höfðu lirfur, upprunnar úr fiskholdinu, þroskast á þeim tíma sem liðinn var frá smitun. Í fyrra tilvikinu vaknaði ungur karlmaður við að ormur var að hreyfa sig í koki. Eftirgrennslan leiddi í ljós að sex dögum áður hafði maðurinn neytt snöggsteikts steinbíts sem keyptur hafði verið ferskur í fiskbúð. Hvorki varð vart við fleiri orma eða einkenni sem bentu til frekara smits.

Í hinu tilfellinu fann ung kona fyrir ertingu í hálsi. Þegar hún hóstaði barst lirfan upp í kok. Fimm dögum áður hafði konan verið gestgjafi í matarboði þar sem ofnréttur úr stórum, ferskum steinbít var fram borinn. Konan sem síðar hóstaði upp lirfunni smakkaði ásamt tveimur öðrum matargestum hálfhráan bita úr réttinum eftir hálftíma bökun í ofni. Þar sem steinbíturinn var enn glær var ákveðið að baka réttinn þar til fiskurinn var orð­inn hvítur og gegnheitur. Konan fann fyrir greini­legri ertingu í hálsi í 12 daga eftir að ormurinn hafði gengið upp í kok.

Í greininni í Læknablaðinu segir að menn séu ekki náttúrulegir lokahýslar en hringormar, sem koma úr fiski, geti lifað í fólki og valdið sjúkdómi. Hefðbundnar matreiðsluaðferðir hér á landi sem fela í sér suðu eða eldun á ferskum fiski upp fyrir 70°C hafi að líkindum að mestu komið í veg fyrir smitun. Hætta sé þó á að tilfellum geti fjölgað hér á landi aukist neysla á hráum fiski og hráum hrognum eða fiskréttum sem ekki hafa verið hitaðir eða frystir nægjanlega lengi til að drepa í þeim hringorma.

Greint frá á Mbl.is
Heimild: Læknablaðið

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið