Nemendur & nemakeppni
Tvær þjóðir með gull í matreiðslu; Ísland og danmörk
Í dag [laugardaginn 13. apríl 2013] fór fram seinni keppnisdagur í Norrænu nemakeppninni sem haldin var í Hótel og restaurantskólanum í Kaupmannahöfn og náðu matreiðslunemarnir þeir Knútur Hreiðarson og Stefán Hlynur Karlsson að tryggja sér gullið ásamt danska liðinu en bæði liðin fengu 670 stig. Í framreiðslu náðu þau Andri Már Jónsson og Guðlaug Þóra Gunnarsdóttir fjórða sætið.
Keppnisfyrirkomulagið var að matreiðslunemarnir elduðu fjögurra rétta máltíð úr leyndarkörfu og framreiðslunemarnir kepptu í borðlagningu og borðskreytingu fyrir sex gesti, frameiðslu og þjónustu við borð gestanna, eldsteikingu, blöndun áfengra og óáfengra drykkja og val á vínum sem henta matseðli.
Noregur var í þriðja sæti í matreiðslu og í framreiðslu var danmörk í 1. sæti, Noregur í 2. sæti og Svíðþjóð í það þriðja.
Freisting.is óskar íslensku keppendunum til hamingju með árangurinn.
Mynd: Hrafnhildur Steindórsdóttir
/Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn1 dagur síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






