Frétt
106 félagsmenn án atkvæðisréttar
Í facebook grúppunni veitingageirinn hefur verið lífleg umræða um að félagsmenn gátu ekki kosið í formannskosningum félagsins í vikunni. Alls 106 félagsmenn í Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, gátu ekki kosið.
Um er að ræða félagsmenn sem greiða full gjöld í félagið en teljast aukafélagar í skilningi laga Matvís, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Í lögum félagsins er kveðið á um að aukafélagar skuli hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins, en njóti ekki atkvæðisréttar og kjörgengis. Á vettvangi Matvís hafa ekki verið haldnar formannskosningar í tæp 29 ár og því mun stór hópur félagsmanna hafa uppgötvað fyrst í nýafstöðnum kosningunum að þeir væru ekki með atkvæðisrétt.
Mynd: skjáskot af google korti

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn5 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar