Freisting
Þvílík upplifun
Jóhannes (t.h.) tvöfaldur sigurvegari í keppninni Matreiðslumaður ársins
Þeir á Vox gefa sig út fyrir að vinna samkvæmt nýnorrænnu eldhúsi og lesandi góður hér kemur upplifun crew 1 frá Freisting.is á því.
Að sögn þeirra Jóa og Óla er notkun enginn á rjóma, víni og smjöri í forréttum og aðalréttum á nýja matseðlinum sem tekin var í notkun í gærkvöldi og í lágmarki í ábætisréttum áðurnefnds seðils.
Hráefnið er í grunninn innlent með smá heimsókn frá Svíþjóð og Danmörku
Eftirfarandi réttir voru smakkaðir:
Volgt súrdeigbrauð með súrmjólkursmjöri og nóg af því allan tímann
Íslenskur leturhumar og sænskir tómatar
Létteldaður leturhumar með súrmjólk og kruðum ásamt sænskum tómötum í ýmsu formi
#
Uxahali og vorgrænmeti
Langtímaeldaður uxahali í eigin seyði með reyktum beinmerg, rófum, baunum og laukum
#
Karfi og spergill
Stökksteiktur aldamótakarfi með spergli og lífrænt ræktuðu bankabyggi frá Vallarnesi
#
Geit úr Möðrudal á Fjöllum
Hægelduð geit með flauelsmjúkum kartöflum, geitaosti, gulrótum ásamt fersku og brenndu garðblóðbergi
#
Þorskur og söl
Pönnusteiktur þorskur og fennel í ýmsum áferðum borin fram með kartöflusmælki og söl
#
Íslenskt Naut
Steiktar lundir og gljáð kinn með freyddum kartöflum, skógarlaukum, sveppum, steinseljurót og hvannargljáa
#
Jarðaber frá Silfurtúni
Rauð og græn, fersk, fryst og stökk ásamt rjómaosti og fáfnisgrasi
#
Skyr og birki úr Hallormstaðaskógi
Skyrfroða með ferskum kirsuberjum og hundasúrum, ásamt stökku haframjöli, þurrkuðu skyri og freðnu birki
Upplifunin á að smakka áðurnefnda rétti var hreint út sagt æðisleg og hvergi slegin feilnóta sem mér finnst svona á mörkum þess að vera raunverulegt.
Alltaf er gaman þegar maður upplifir það að maður hefur haft rétt fyrir sér og er það í þessu tilfelli nautið, ég hef kvartað hér á síðu Freisting.is, um hvað erfitt er að fá rétt eldað naut, en kjötið hjá Vox mönnum er sú besta nautasteik sem ég hef lagt mér til munns ever.
Grænmetið er sænskt micro og kemur frá Ugglarps Grönt i Halland í Svíþjóð og með fullri virðingu fyrir öllum þá loksins fékk maður bragðmikið grænmeti á veitingastað á Íslandi, þessi vara er bara í öðrum klassa heldur en annað sem er á boðstólunum.
Eitt vil ég hrósa vox mönnum fyrir, en það er að allir eru með húfur og vonandi að fleiri taki upp á því að nota húfuna, tími sjálsskipaðara snillinga sem sumir hafa vaxið upp úr hárinu er runninn.
Ekki þarf að spyrja að þjónustunni hún er í hæstu hæðum og hrein unun að fylgjast með fagmennsku alveg fram í fingurgóma.
Við hjá Freisting.is óskum þeim Vox mönnum til hamingju með nýjan glæsilegan seðil.
Myndir teknar af Matthíasi Þórarinssyni matreiðslumeistara er hægt að skoða með því að smella hér
Almennar myndir / Vox – Nýr Matseðill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta21 klukkustund síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði