Freisting
Hótel D´Angleterre valið besta hótel Danmerkur

Hótel D´Angleterre hlýtur í ár verðlaun World Travel Awards sem besta hótel Danmerkur. Er þetta í fjórða sinn sem Hótel D´Angleterre hlýtur þessi verðlaun. Þá var Royal-svíta hótelsins valin besta hótelsvíta Danmerkur.
Bestu hótel World Travel Awards eru valin í kosningu þar sem um 110 þúsund ferðaskrifstofur um allan heim taka þátt, samkvæmt fréttatilkynningu.
Hótel D´Angleterre er í eigu íslenska fjárfestingafélagsins Nordic Partners ehf. en félagið keypti nýverið öll hótel og veitingastaði Remmen-hótelkeðjunnar auk reksturs veitingastaðarins Copenhagen Corner.
Árið 2006 fékk Hótel D´Angleterre 5 stjörnur í The Michelin Guide en ekkert annað danskt hótel hefur náð þeim árangri fyrr né síðar, samkvæmt tilkynningu.
Greint frá á Mbl.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn1 dagur síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn2 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





