Freisting
Hótel D´Angleterre valið besta hótel Danmerkur
Hótel D´Angleterre hlýtur í ár verðlaun World Travel Awards sem besta hótel Danmerkur. Er þetta í fjórða sinn sem Hótel D´Angleterre hlýtur þessi verðlaun. Þá var Royal-svíta hótelsins valin besta hótelsvíta Danmerkur.
Bestu hótel World Travel Awards eru valin í kosningu þar sem um 110 þúsund ferðaskrifstofur um allan heim taka þátt, samkvæmt fréttatilkynningu.
Hótel D´Angleterre er í eigu íslenska fjárfestingafélagsins Nordic Partners ehf. en félagið keypti nýverið öll hótel og veitingastaði Remmen-hótelkeðjunnar auk reksturs veitingastaðarins Copenhagen Corner.
Árið 2006 fékk Hótel D´Angleterre 5 stjörnur í The Michelin Guide en ekkert annað danskt hótel hefur náð þeim árangri fyrr né síðar, samkvæmt tilkynningu.
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt4 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun