Freisting
Eggert Þór Ólason hættur á Café Oliver
Eggert Þór Ólason hefur sagt starfi sínu lausu á hinum vinsæla veitinga- og skemmtistað Café Oliver, en Eggert hefur verið yfirmatreiðslumaður á Café Oliver alveg frá því að staðurinn opnaði eða n.t. fimmtudaginn 26 maí 2005.
Á hvaða stöðum hefurðu unnið á?
Ég fór strax eftir útskrift að starfa í London á 5 stjörnu frönskum stað sem heitir Coq d’ argent og er hann í Conran keðjunni ásamt stöðum eins og Quacolinos , Mezzo, bloubird , Orrery svo einhverjir séu nefndir. Eftir að ég kom heim aftur starfaði ég á Hótel Holti og var þar í 1 ár. Að einu ári liðnu fór ég að vinna í Austurisku ölpunum á hóteli sem heitir Arlberg Hozpis og er i St Christhopog er i sömu keðju og Hótel Holt var i (Realis chataux) Svo kom ég heim eftir góðan vetur af snjóbretta iðkunn og eldamennsku og hóf störf á Holtinu að nýju og hef verið þar undanfarið ár eða þar til að ég hóf störf á Café Oliver.
Hvers vegna að hætta á Café Oliver
Ég er búinn að vera þarna í rúmt hálft ár og fannst það bara orðið fínt.
Ertu búinn að finna þér starf?
Nei, enda ætla ég að taka því rólega yfir áramótin og ætla að skoða atvinnumöguleika eftir það í rólegheitum.
Hver tekur við af þér?
Það er hann Atli Ottesen, en hann hefur verið að vinna með mér síðan í sumar.
Í síðustu viku keypti Café Oliver skemmtistaðinn 22 á Laugarveginum, en ekki er vitað hvað kaupverðið var.
Þess ber að geta að Níels eða „Nilli á Sögu“ eins og hann er oft kallaður hefur keypti hlut hans Hauks Víðisson, einn af eigendum Café Oliver.
Heimasíða Café Oliver: www.cafeoliver.is
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Keppni6 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill