Vertu memm

Freisting

FIGGJO samstarfsaðili Bocuse d´Or Europe 2008

Birting:

þann

Eyvind Hellström

Figgjo – norski postulín framleiðandinn – hefur verið valinn samstarfsaðili og mun sjá um allt leirtau fyrir Evrópukeppni í matreiðslu Bocuse d´Or Europe 2008

Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin og mun hún fara fram í Stavanger.  Framkvæmdarstjóri Bocuse d´Or í Evrópu Eyvind Hellström, segir val á leirtaui vera sérstaklega mikilvægt í keppni sem þessari þar sem maturinn mun verða framreiddur beint á diskana.  “Hönnun disksins verður að vera innblástur fyrir kokkinn og undirstrika endanlega samsetningu réttanna.  Ég er því mjög ánægður að Figgjo, sem ætið leggur áherslu á hönnun, hafi verið valinn samstarfsaðili keppninnar” segir Hellström.

“Það er mikill heiður fyrir okkur hjá Figgjo að fremstu matreiðslu menn Evrópu muni keppa á Figgjo postulíni í þessari virtu keppni” segir Ragnhild Tertnes sölu og markaðsstjóri hjá Figgjo.

Bocuse d´Or er virtasta matreiðslukeppni einstaklinga og er haldin í Lyon í frakklandi annað hvert ár. Noregur var valin til að halda fyrstu Evrópu keppnina, Bocuse d´Or Europe.  Með henni gefst nýjum löndum tækifæri til að taka þátt í úrslitum í Lyon 2009.

Figgjo hefur skapað sér góðan orðstír  fyrir að vera framsækinn framleiðandi postulíns fyrir fageldhús.  Fyrirtækið leggur mikla áherslu á hönnun og hefur postulínið frá þeim hlotið fjölda hönnunarverðlauna víða um heim .

Það er A.Karlsson sem er umboðsaðili fyrir Figgjo á Íslandi –  www.akarlsson.is

Auglýsingapláss

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið