Viðtöl, örfréttir & frumraun
Örn Garðarsson tekur við Stapanum í Keflavík
Hinn kunni matreiðslumeistari Örn Garðarsson, hefur tekið við rekstri Stapans samkvæmt samningi við Reykjanesbæ. Næsta vor stendur til að gera miklar breytingar á húsnæðinu í tengslum við Hljómahöllina og mun Örn reka Stapann þangað til.
Freisting.is hafði samband við Örn og forvitnaðist aðeins um starfsemina og hvernig er að gera í veisluþjónustunni:
Þú ert búinn að gera samning við Reykjanesbæ að sjá um rekstur Stapans til næsta vors, hvað tekur við eftir að samningi lýkur?
Ég er að nýta tímann til að finna varanlegt húsnæði fyrir veisuþjónustuna.
Þú ert mikið í að fara í heimahús til að sjá um veislur, hvernig hefur það gengið?
Það hefur verið töluvert um það, bæði viðskiptafundir, saumaklúbbar og afmæli omfl. Hef verið að fara í heimahús bæði hér fyrir sunnan og einnig töluvert á stór Reykjavíkursvæðinu.
Er með fyrirspurn í gangi frá Ísafirði, þannig að það eru engin landamæri hjá mér. Það hefur gengið mjög vel og hef þá séð um allan pakkann fyrir viðskiptavininn, kaupa inn áfengið, skaffa þjóna eða þjónað sjálfur, ásamt því að ganga frá og vaska upp.
Eru margar veislur framundan hjá þér?
Það er búið að vera mikið í brúðkaupum í sumar, haustið er meira pantað með stuttum fyrirvara en nokkur góð gigg framundan til áramóta, en eftir áramót er farið að bóka frekar vel, og þá sérstaklega í Stapanum. Ég kom það seint inn í Stapann að ég hálfpartinn missti af haustinu þar, slæ upp nokkrum böllum í staðinn, sagði Örn og brosti.
Hvernig er/var að gera í villibráðinni?
Ég gef mig ekki mikið út í villibráðinni, má segja bara fyrir vini og kunningja reddingar
Til fjölda ára hefur Stapinn haldið glæsileg jólahlaðborð ásamt því að hafa skemmtikrafta omfl., verður einhver breyting þar á ?
Það verður með svipuðu sniði og verð með aukadaga fyrir eldri borgara sem og nokkra sunnudaga fyrir fjölskyldurnar og verð þá með jólasvein og fleira fyrir krakkana.
Er byrjað að bóka í jólahlaðborðin?
Já ég er byrjaður að bóka, verðið er um 6,000,- kr. og tekur Stapinn um 300-350 manns í mat. Snillingurinnn Geir Ólafs ásamt 4. manna bandi halda uppi stuðinu og spila lögin eftir Sinatra, Bing Crosby og Presley sveiflu ásamt fleiri góðum gömlum smellum. Spilað verður eftir dansi eftir borðhald.
Veisluþjónusta Örn Garðars er með heimasíðuna www.soho.is
Eins vill Örn koma á framfæri að honum vantar kokka, þjóna og barþjóna í jólatraffíkina, en áhugasamir geta haft samband við Örn í síma 692-0200 eða [email protected]
Stutt ágrip um Örn, en hann var formaður klúbbsins Framanda, sem var stofnaður sérstaklega til að setja af stað Íslenska Kokkalandsliðið sem síðar tók þátt í alþjóðlegu matreiðslukeppninni í Chicago árið 1991. Meðlimir Framanda voru m.a. Ásgeir H. Erlingsson, Hótel Holti, Sturla Birgis, Holiday Inn, Jóhann Jacobson, Holiday Inn, Francois Louis Fons, Broadway, Jóhann Sveinsson, Lækjarbrekku, Snorri Birgir Snorrason, Hard Rock Café, Öm Garðarsson, Lækjarbrekku, formaður klúbbsins, Björn Erlendsson, Ópem, Þórarinn Guðmundsson, Hótel Sögu, og Sverrir Halldórsson, Holiday Inn.
Örn lærði fræðin sín á veitingastaðnum Brauðbæ sem margir hverjir þekkja sem Óðinsvé og lauk námi árið 1984. Örn starfaði meðal annars í frakklandi á veitingastöðunum á L’Ermitage Meisonniere Avignon og Iiotel de Crillon og þegar hann kom til Íslands starfaði hann á Hótel Sögu, Lækjarbrekku.
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni2 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lambasnitsel í raspi og margir girnilegir réttir á mánaðartilboði
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla