Markaðurinn
Sjófiskur Sæbjörg er nýr styrktaraðili Veitingageirans en fyrirtækið er vel þekkt á veitingamarkaðnum
Sjófiskur-Sæbjörg er heildverslun með ferskan fisk í Reykjavík. Fiskbúðin Sundlaugarvegi er í eigu sömu aðila og einnig vörumerki Fiskbúðar Hafliða sem er rekið sem fiskborð í Krónunni í Lindum. Allt vörumerki með langa sögu og hefð í Reykjavík.
Kjarnastarfsemi snýr að þjónustu við veitingamenn, mötuneyti og hótel. Hjá fyrirtækinu er áratuga reynsla í vinnslu fisks, hráefnaöflun, sölu og dreifingu. Afhendingaröryggi er gott og þjónustustig hátt. Fyrirtækið er í eigin húsnæði á Eyjarslóð.
Vinnslan er rúmgóð, nútímaleg og vel tækjum búin, stenst ströngustu kröfur. Staðsetning á Grandanum í hjarta Reykjavíkur er ákjósanleg til að þjónusta veitingahúsamarkaðinn sem er að langstærstum hluta í næsta nágrenni.
Viðskiptavinir eru fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu, veitingahús, stóreldhús og mötuneyti fyrirtækja.
Hafðu samband:
Pöntunarsími 5158620 og netfangið sjofiskur@sjofiskur.is

-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards