Vertu memm

Freisting

Íslenskt vatn í úrslitum í alþjóðlegri vatnssamkeppni

Birting:

þann


Jón Ólafsson með framleiðslu sína

Icelandic Glacial vatnið er komið í lokaúrslit ásamt Coca Cola og Danone, sem framleiðir Evian, í samkeppni um þekktustu verðlaun sem veitt eru fyrir vatnsframleiðslu í heiminum.

Á suðurlandsvefnum Sudurland.is er sagt frá að verðlaunin kallast Bottled Water World Awards og verða úrslit tilkynnt á alþjóðlegri ráðstefnu vatnsframleiðenda í Mexíkóborg í dag, fimmtudag. Veitt eru verðlaun fyrir árangur á ýmsum sviðum og er Icelandic Glacial tilnefnt ásamt hinum fyrirtækjunum tveimur í flokknum „besta framtak til sjálfbærni.“ Umhverfismál og sjálfbærni eru meginþemu ráðstefnunnar í Mexíkó að þessu sinni og nýtur þessi verðlaunaflokkur því sérstakrar athygli. Tilnefningar Coca Cola og Danone eru vegna sérverkefna á þessu sviði.

„Þessi tilnefning er sérstaklega mikilvæg fyrir markaðssetningu okkar í Bandaríkjunum, sem er nýhafin. Það er ekki á hverjum degi sem lítið íslenskt vörumerki stendur jafnfætis risum á borð við Coca Cola og Danone, sem meðal annars framleiðir Evian, sem er þekktasti vatnsdrykkur í heimi, og eftir því er tekið. Gríðarleg umhverfisvakning á sér stað í þessum geira og þeir sem skara framúr í sjálfbærni, ekki síst hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda, vekja mikla athygli,“ segir Jón Ólafsson stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial.

Icelandic Glacial hlaut í júní sl. vottun frá CarbonNeutral samtökunum í Bandaríkjunum fyrir áætlun um ráðstafanir til kolefnisjöfnunar. Þar á meðal er notkun vistvænna orkugjafa á borð við jarðvarma og rafmagn frá vatnsaflsvirkjunum í verksmiðju félagsins í Þorlákshöfn.

Mynd: Sudurland.is | [email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið