Vertu memm

Freisting

Nýr yfirkokkur á Vox

Birting:

þann

 
Gunnar Karl

Nýr yfirmatreiðslumaður hefur hafið störf á hinum vinsæla veitingastað Vox og er það snillingurinn Gunnar Karl. Gunnar er vel kunnugur Vox enda hefur hann unnið þar frá opnun staðarins, en hætti störfum fyrir um ári síðan og hóf þá störf á Hótel Borg eða n.t. á Silfri.

Fyrir um tveimur mánuðum síðan réð hann sig á veitingastaðinn Óperu sem átti að opna núna í júní n.k. eftir miklar endurnýjanir, en eins og margir vita brann sá staður ásamt nærliggjandi stöðum í byrjun apríl. Í kjölfarið fór Gunnar Karl að líta í kringum sig, enda ljóst að Ópera myndi ekki opna í Júní eins og til stóð.  Hann hefur nú ekki átt í vandræðum með að finna nýtt starf, enda metnaðarfullur og fær matreiðslumaður.

Eftir nokkrar viðræður við ráðendur á Vox, var gerður samningur við kappann sem hóf störf í dag.

Fréttaritari hafði samband við Gunnar og spurði hann aðeins útí strauma og stefnur matargerðarinnar á Vox. Gunnar kemur til með að halda sama striki og verið hefur á Vox, þ.e.a.s. Ný norræna eldhúsið. En hann mun að auki blása frekar í seglin og bústa meira upp hina norrænu stefnu eldhússins og m.a. sækja meira hráefni til norðurlandanna. Þar má nefna sveppi frá Finnlandi, skelfisk frá Noregi og Svíðþjóð, Danska kálfinn frá Danish Crown og glæsilegan humar frá Færeyjum.

Aðspurður um starfsmannamál, þá mun Gunnar ráða til sín tvo matreiðslumenn. Einnig verður tveimur matreiðslunemum bætt við flotann, en annar þeirra hefur þegar hafði störf á Vox og er það Torfi, en hann hefur meðal annars lært fræðin sín á veitingastaðnum Ensamble.

Gunnar er landsliðsmaður og hefur verið það í nokkur ár og kemur til með að halda því áfram þrátt fyrir nýju stöðuna, en undirbúningur fyrir ólympíuleika í Erfurt er þegar hafinn og verður sú keppni haldin í lok þessa árs.

Þitt álit

 

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið