Freisting
Danskir svínakjötsframleiðendur ætla inn á íslenskan markað
Danska stórfyrirtækið Danish Crown undirbýr nú innrás á íslenskan markað með svínakjöt. Þetta hefur Bændablaðið eftir hinu danska Landbrugsavisen.
Þar segir að fulltrúar fyrirtækisins hafi átt góðan fund með fólk úr íslenskum matvælaiðnaði og hafi þeir komið af honum fullir bjartsýni.
Landbrugsavisen segir eftir forsvarsmönnum Danish Crown að útflutningur til Íslands hafi verið erfiðleikum bundinn vegna flókinna tollkvóta en nú stefni Danish Crown að því að verða fyrsta fyrirtækið sem selur svínakjöt til Íslands.
Eins má sjá á vef Mbl.is að bloggarar eru hæstánægðir með að fá svínakjötið frá Danish Crown hingað til landsins, en smellið hér til að lesa nánar um fréttina ásamt bloggfærslur.
Það er Dreifing ehf. sem kemur til með að sjá um sölu á Danish Crown svínakjötinu. Þeir sem mættu á kynninguna í Vox hjá Dreifingu 12. apríl s.l. fengu forskot á sæluna, en boðið var m.a. upp á Danish Crown svínakjöt.
Dreifing ehf. | Sími; 588 1888 | Netfang; [email protected] [email protected]
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn1 dagur síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn1 dagur síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn2 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





