Freisting
Matreiðsluþættir með íslenskar búvörur í öndvegi
|
|
Í sumar verður ráðist í gerð 20 matreiðsluþátta þar sem íslenskar búvörur eru aðalviðfangs-efnið. Það er meistarakokkurinn Bjarni G. Kristinsson yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu sem stjórnar þáttunum en þeir eru unnir í nánu samstarfi við Bændasamtökin og flestöll búgreinafélög.
Þættirnir verða blanda af fræðslu og matreiðslu og bæði vísað í hefðir og nýtísku aðferðir. Allmargir kokkar koma við sögu og farið verður í heimsóknir til bændá og fræðst um framleiðsluna.
Markmiðið er að fjalla um hefðbundinn íslenskan heimilismat og sýna fram á þau ótvíræðu gæði sem íslensk búvöruframleiðsla býr yfir.
Þættirnir verða sýndir í sumar og haust á vinsælasta vef landsins, mbl.is, og á sjónvarpsstöðinni ÍNN, auk þess að birtast á vefsíðum búgreinafélaganna þegar tímar líða.
Styrktaraðilar þáttanna eru Félag kjúklingabænda, Samband garðyrkjubænda, Félag hrossa-bænda, Landssamtök sauðfjár-bænda, Landssamband kúabænda, Svínaræktarfélag íslands, Félag ferðaþjónustubænda, Beint frá býli, Hótel Saga og Bændasamtökin.
Nafn óskast
Enn er ekki búið að skíra þættina en tökur hefjast á næstu vikum. Framleiðendur þáttanna biðla nú til lesenda Bændablaðsins að senda inn tillögur að nafni. Það þarf að vera stutt og hnitmiðað með áherslu á íslenskan mat. Tillögur óskast sendar á netfangið tb@ bondi.is
Greint frá í Bændablaðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






