Vertu memm

Freisting

Matreiðsluþættir með íslenskar búvörur í öndvegi

Birting:

þann


Meistarakokkurinn Bjarni G. Kristinsson á Hótel Sögu mun stjórna matreiðsluþáttum í sumar þar sem íslenskar búvörur verða í aðalhlutverki

Í sumar verður ráðist í gerð 20 matreiðsluþátta þar sem íslenskar búvörur eru aðalviðfangs-efnið. Það er meistarakokkurinn Bjarni G. Kristinsson yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu sem stjórnar þáttunum en þeir eru unnir í nánu samstarfi við Bændasamtökin og flestöll búgreinafélög.

Þættirnir verða blanda af fræðslu og matreiðslu og bæði vísað í hefðir og nýtísku aðferðir. Allmargir kokkar koma við sögu og farið verður í heimsóknir til bændá og fræðst um framleiðsluna.

Markmiðið er að fjalla um hefðbundinn íslenskan heimilismat og sýna fram á þau ótvíræðu gæði sem íslensk búvöruframleiðsla býr yfir.

Þættirnir verða sýndir í sumar og haust á vinsælasta vef landsins, mbl.is, og á sjónvarpsstöðinni ÍNN, auk þess að birtast á vefsíðum búgreinafélaganna þegar tímar líða.

Styrktaraðilar þáttanna eru Félag kjúklingabænda, Samband garðyrkjubænda, Félag hrossa-bænda, Landssamtök sauðfjár-bænda, Landssamband kúabænda, Svínaræktarfélag íslands, Félag ferðaþjónustubænda, Beint frá býli, Hótel Saga og Bændasamtökin.

Nafn óskast
Enn er ekki búið að skíra þættina en tökur hefjast á næstu vikum. Framleiðendur þáttanna biðla nú til lesenda Bændablaðsins að senda inn tillögur að nafni. Það þarf að vera stutt og hnitmiðað með áherslu á íslenskan mat. Tillögur óskast sendar á netfangið tb@ bondi.is

Auglýsingapláss

Greint frá í Bændablaðinu

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið