Vertu memm

Frétt

Sjálfsskömmtun í mötuneytum – Minni matarsóun

Birting:

þann

Ruslatunna - Matarsóun - Henda mat

Sóun matvæla er gríðarlegt vandamál, en um þriðjungur þess matar sem er ætlaður til manneldis í heiminum eða um 1.3 milljarðar tonna af mat á hverju ári í heiminum fer til spillis.

Fyrirtækið Skólamatur ehf í Reykjanesbæ sem rekur 22 mötuneyti á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu hóf í september s.l. sjálfsskömmtun og upplifun nemenda og starfsfólks eru afar góð. Við þetta fyrirkomulag hafa verið styttri raðir, minni matarsóun og meira að segja að nemendur vilja meina að maturinn bragðast hreinlega betur, svo ánægð eru þau.

Hjá Skólamat eru framleiddar um 7000 hádegismáltíðir og um 500 síðdegishressingar á dag og eru starfsmenn þess 70 talsins.

Í  úttekt sem gerð var fyrr á þessu ári í 9 eldhúsum mötuneyta grunnskóla í Hafnarfirði kemur fram að starfsmenn skólanna hafa mismunandi skoðanir á ágæti sjálfsskömmtunar. Einn taldi það til bóta og myndi minnka matarsóun. Annar taldi að það myndi auka matarsóun. Matráður í Hvaleyrarskóla vildi meina að töluvert minni mat væri hent en áður þegar starfsmaður skammtaði.

 

Mynd: úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið