Keppni
Úrslit í Elit art of martini keppninni – Myndir
Jónmundur Þorsteinsson frá Apótek Kitchen | Bar keppti fyrir Íslands hönd í úrslitum Elit art of martini keppninnar sem haldin var Hard Rock Hótelinu á Ibiza þann 22 – 23. september síðastliðinn.
Jónmundur var í síðasta holli og var það strax erfið þraut að bíða eftir að komast að. Jónmundur var vel undirbúinn og mætti hann barþjóni frá Roma, Solomia Grystychyn frá Chorus Café en þau fengu sjálfan Maestro kokteilana, hinn eina sanna Salvatore Calabrese sem dómara sem skar úr um hvor drykkurinn kæmist í aðra umferð í Mystery Challenge.
Jónmundur fékk 5. mínútur og gerði sinn drykk “The Grapest Martini” (sem Jónas Heiðarr skapaði) fyrir framan Salvatore og útskýrði hugsjón drykksins en Salvatore sagði að drykkurinn var meira í anda Classic Martini og Jónmundur komst í aðra umferð.
Í Mystery Challenge var hráefnið Shiso lauf, og Jónmundur gerði Martini með Shiso laufinu, elit vodka, yellow chartreuse og Luxardo Maraschino og fékk mikið lof fyrir. Hann fékk 10. mínútur til að skapa drykkinn á staðnum og þurfti svo að útskýra hugsjón drykksins fyrir framan alla 4 dómarana sem voru, Salvatore Calabrese, Simone Bodini Brand Ambassador elit vodka, Leo Robitschek’s Nomad Bar New York og Juan Valls, del niño perdido Valladolid.
Eftir frábæra frammistöðu, þá var mikil eftirvænting að komast að því hverjir myndu komast í topp 5 úrslitin en þar var Jónmundur á meðal 20 keppenda sem áttu möguleika. Jónmundur var ekki á meðal topp 5 en þeir voru frá Barcelona, Feneyjum, Mílanó, London og Beirút.
Sigurvegari keppninnar, Will Meredith frá Dandelyan Bar í London skapaði ótrúlega drykki í Mystery Challenge og í úrslitunum sem við Jónmundur fylgdumst með.
Elit art of Martini keppnin verður aftur að ári og hvetjum við alla barþjóna að taka þátt þar sem hugsjónir Martini drykksins eru að leiðarljósi og spennandi verður að sjá hvernig næsta keppni mun þróast.
Fyrir hönd Karl K. Karlsson,
Valgarður Finnbogason
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum