Freisting
Gallerý fiskur tekinn við veitingarekstri í Gerðubergi

Veitingasalan í Menningarmiðstöðinni Gerðuberg
Nýverið tók fyrirtækið Gallerý fiskur við veitingarekstri í Gerðubergi sem er mikið fagnaðarefni fyrir gesti og viðskiptavini menningarmiðstöðvarinnar.
Gallerý fiskur hefur rekið fiskbúð og veitingahús með alhliða veisluþjónustu að Nethyl í Reykjavík s.l. 15 ár. Eigendur fyrirtækisins eru feðgarnir Ásmundur Karlsson og Kristófer Ásmundsson.
Í fréttatilkynningunni segir að í Gerðubergi mun Gallerý fiskur bjóða upp á alhliða veitingar fyrir gesti og gangandi og viðskiptavini hússins. Í hádeginu er alltaf boðið upp á súpu og heita rétti auk þess sem boðið er upp á úrvals kaffi og gott meðlæti. Auk þeirra viðskiptavina sem leigja fundar- og salaraðstöðu í Gerðubergi eru þátttakendur félagsstarfsins fastir gestir í hádegismat og kaffi. Nýjum þátttakendum er bent á að kynna sér fyrirkomulag vegna niðurgreiðslu veitinga hjá deildarstjóra félagsstarfsins eða hjá starfsfólki Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.
Matseðil vikunnar verður hægt að nálgast á heimasíðu Gerðubergs www.gerduberg.is og einnig er hægt að skrá sig á póstlista og fá matseðilinn sendan vikulega í tölvupósti.
Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi er margs konar starfsemi. Gerðubergssafn er eitt af notalegri bókasöfnum í bænum með einstaklega skemmtilegri barnadeild auk þess sem þar er að finna ágætt úrval bóka á erlendum tungumálum. Alþjóðahúsið í Breiðholti hefur verið með aðsetur í Gerðubergi frá stofnun þess s.l. haust og stendur fyrir ýmis konar verkefnum, s.s. alþjóðlegum mömmumorgnum, heimanámsaðstoð fyrir 10. bekkinga og það er gaman að geta þess að Alþjóðahúsið í Breiðholti var nýlega tilnefnt til samfélagsverðlauna DV. Listadeild Gerðubergs skipuleggur fjölbreytta menningardagskrá, m.a. ýmis konar viðburði fyrir börn, myndlistarsýningar, tónleika, handverkskaffi og margt fleira.
Í félagsstarfinu er boðið upp á ýmis konar vinnustofur og námskeið og skal bent á að þar gilda engin aldurmörk. Auk þessa leigir Gerðuberg út 8 – 120 manna fundarherbergi og ráðstefnusali sem henta mjög vel fyrir ýmis konar fundi, námskeið, ráðstefnur og veisluhöld. Starfsfólk leggur metnað sinn í að veita persónulega og góða þjónustu í hlýlegu og menningarlegu umhverfi. Jafnframt er vert að geta þess að nánasta umhverfi Gerðubergs býður upp á mikla möguleika til að samtvinna fundi og námskeið við menningarheimsóknir, heilsurækt, útivist og náttúru en göngustígur liggur frá Gerðubergi beint niður í náttúruparadís Elliðaárdalsins auk þess sem kirkjan, íþróttahúsið og sundlaugin eru rétt handan við hornið.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





