Freisting
VÍDEÓ: Opnun á Atlantis Palm Jumeirah hótelinu í Dubai

Atlantis Palm Jumeirah hótelið í Dubai
Fjórir Michelin stjörnu cheffar, 500 sous chefs,4000 humrar og Kylie Minoque í veislu a´la Dubai style
Já það var heldur betur fagnað þegar áðurnefnt hótel var opnað og sem dæmi 4 Michelin stjörnukokkar þeir Santi Santamaria, Nobu Matsuhisa, Michel Rostang og Giorgio Locatelli og þeir höfðu 500 sous cheffa með sér og 1000 þjóna til að láta gestunum 2000 líða eins og í Paradís, en meðal þeirra sem mættu voru Wesley Snipes, Michael Jordan, Charlize Theron og Sir Philip Green svo einhverjir séu nefndir.
Hótelið er með 1539 herbergi og verð fyrir herbergi byrja í 300 Pundum fyrir nóttina
www.atlantisthepalm.com
Eins og áður sagt var aðalskemmtiatriðið ástralska Kylie Minoque og vakti hún mikla hrifningu sem og flugeldasýningin sem að sögn var hreint mögnuð en hún kostaði 3 miljónir punda.
Maturinn var eftirfarandi:
5000 flöskur af Veuve Clicquot kampavíni og kokteilar í fordrykk
4000 ostrur, 5000 sushi bitar, 300 kg af reyktum laxi í forrétt
1,7 tonn af humri, Svartur þorskur, baba ghanoush, tabouleh, saffron marinated kjúklingur, lamb kofta ásamt svæðisbundnum réttum í aðalrétt
Créme brulée, sætabrauð, ferskir ávextir, rjómaís og að lokum spænskir og franskir ostar í dessert
Vín var Shiraz og chardonne Tahbilik 2006 frá Victoria Ástralíu.
Smellið hér til að horfa á vídeó frá opnunni, sjón er sögu ríkari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





