Markaðurinn
Hóteltíska
Í borgum sem eru vel þekktar fyrir að tískuvettvangar skjótast upp líkt og blómknúpar og springa út sem minnisvarðar sívaxandi menningar þá vekur það ekki undrun að hótel starfsfólk er ef til vill jafn vel eða betur klætt og glæsilegir gestirnir.
Munum við þá skoða hóteltísku og ferskar stefnur sem hafa skarað fram úr að undanförnu.
Með auknum fjölda „millennials“ í vinnuskara hótela (18-35 ára) þá hafa sum hótel uppfært einkennisklæðnað sinn til að gefa undir báða vængi vinnuandans, auka varðveislu starfsfólks og draga að sér unga, hversdagslega og skapandi gesti.
Hilton West Palm Beach í Florida leituðu til ungs fólks til að fá innblástur fyrir vinnufatnaðinn sinn. Hótelið gaf starfsfólkinu mismunandi samsetningar af einkennisklæðnaði til að gera starfsmönnum kleift að tjá sig á sinn einstaka hátt.
John Parkinson, framkvæmdastjóri Hilton West Palm Beach segist fara of oft á hótel þar sem að starfsfólkið klæðist einkennisklæðnaði sem stendur ekki fyrir þeirra persónulega stýl. Í stað þess að gefa starfsfólkinu eina útgáfu af bindi og eina af skyrtu, þá gefur hann sínu fólki marga liti af bindum og marga liti af skyrtum til að gerae þeim mögulegt að tjá sig persónulegar.
Parkinson segir að einkennisklæðnaður er til gagns fyrir gestina því að þegar gestirnir koma inn þá sjá þeir stýlinn og ferskleikinn drýpur af starfsfólkinu því að því líður vel.
Líkt og til að kalla fram tilfinninganæmi fína fólksins, þá hefur JW Marriott hótelið ráðið til sín þekktan hönnuð til að hanna einkennisklæðaðinn. Hönnunin reiðir sig á gróft ullarefni, skýr jakkaföt, mismunandi samsetningar og ýmsan aukabúnað líkt og slaufubindi og klúta.
Þessi föt sem eru búin til eftir pöntun heldur samt hótelinu ekki aftur fjárhagslega. Og ekki nóg með það hefur hönnuðurinn útbúið leiðarvísi til að hjálpa starfsfólkinu að finna nýjar leiðir til að máta fötin og hræra upp í stílbrögðum.
Hótel Indigo hóf samstarf með hönnuðunum í TopHat til að upphugsa tískulegan einkennisklæðnað sem fangar sál listarinnar sem á sér líf bæði í nágrenni hótelsins sem og innan þess.
Hverjum einasta starfsmanni er úthlutað þrjá einkennisbúninga sem eru sérsniðnir að þeim. Og það besta er að þeir þurfa ekki að taka þá heim til að þvo þá—öll vinnuföt eru þurrhreinsuð fyrir starfsfólk.
Nánar á vinnufatnadur.skyrta.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla