Smári Valtýr Sæbjörnsson
Brugga bjór með sviðakjömmum
Borg Brugghús heimsótti nýverið kollega sína hjá Voss Bryggeri í Hordaland í Noregi í þeim tilgangi að fremja norskt/íslenskt samstarfsbrugg. Þar brutu brugghúsin í sameiningu blað í sögu bjórgerðar með því að nota meðal annars sviðakjamma í bjórinn sem er af gerðinni stout.
Bruggmeistarar Borgar hafa verið á miklu ferðalagi undanfarin misseri og tekið þátt í fjölmörgum bjórhátíðum og viðburðum víðsvegar um Evrópu. Á vef Morgunblaðsins er hægt að lesa nánari umfjöllun.
Borg Brugghús er framsækið handverksbrugghús stofnað árið 2010 sem leitast við að nýta íslenskt hráefni og menningarhætti í sína bjórframleiðslu og para við mat. Borg Brugghús hefur þegar unnið til fjölmargra verðlauna á mörgum af helstu bjórkeppnum heims.
Mynd: facebook / Borg Brugghús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi