Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Brugga bjór með sviðakjömmum

Birting:

þann

Borg Brugghús

Borg Bruggús undirbýr og bruggar hér norsk-íslenskan Sviðakjamma-stout með Voss Bryggeri. Blanda af íslenskum og norskum kjömmum komnir í pott.

Borg Brugghús heimsótti nýverið kollega sína hjá Voss Bryggeri í Hordaland í Noregi í þeim tilgangi að fremja norskt/íslenskt samstarfsbrugg.  Þar brutu brugghúsin í sameiningu blað í sögu bjórgerðar með því að nota meðal annars sviðakjamma í bjórinn sem er af gerðinni stout.

Bruggmeistarar Borgar hafa verið á miklu ferðalagi undanfarin misseri og tekið þátt í fjölmörgum bjórhátíðum og viðburðum víðsvegar um Evrópu.  Á vef Morgunblaðsins er hægt að lesa nánari umfjöllun.

Borg Brugghús er framsækið handverksbrugghús stofnað árið 2010 sem leitast við að nýta íslenskt hráefni og menningarhætti í sína bjórframleiðslu og para við mat. Borg Brugghús hefur þegar unnið til fjölmargra verðlauna á mörgum af helstu bjórkeppnum heims.

 

Mynd: facebook / Borg Brugghús

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið