Smári Valtýr Sæbjörnsson
Brugga bjór með sviðakjömmum

Borg Bruggús undirbýr og bruggar hér norsk-íslenskan Sviðakjamma-stout með Voss Bryggeri. Blanda af íslenskum og norskum kjömmum komnir í pott.
Borg Brugghús heimsótti nýverið kollega sína hjá Voss Bryggeri í Hordaland í Noregi í þeim tilgangi að fremja norskt/íslenskt samstarfsbrugg. Þar brutu brugghúsin í sameiningu blað í sögu bjórgerðar með því að nota meðal annars sviðakjamma í bjórinn sem er af gerðinni stout.
Bruggmeistarar Borgar hafa verið á miklu ferðalagi undanfarin misseri og tekið þátt í fjölmörgum bjórhátíðum og viðburðum víðsvegar um Evrópu. Á vef Morgunblaðsins er hægt að lesa nánari umfjöllun.
Borg Brugghús er framsækið handverksbrugghús stofnað árið 2010 sem leitast við að nýta íslenskt hráefni og menningarhætti í sína bjórframleiðslu og para við mat. Borg Brugghús hefur þegar unnið til fjölmargra verðlauna á mörgum af helstu bjórkeppnum heims.
Mynd: facebook / Borg Brugghús

-
Keppni10 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata