KM
Kjötbankinn & Dreifing styrkja kokkalandsliðið um 100,000,-
Að halda úti starfsemi Landsliðs matreiðslumanna er kostnaðarsamt og krefst mikillar vinnu. Þeir sem fylgst hafa með landsliðinu á undanförnum árum vita af hversu miklum metnaði meðlimir landsliðsins hafa unnið og það sama má segja um Klúbb Matreiðslumeistara, en Landslið matreiðslumanna er í umsjón KM.
Við skorum á birgja og aðra velunnara að skoða það alvarlega að veita styrk til landsliðsins. Kjötbankinn og Dreifing hafa reitt fram rausnarlegan styrk til landsliðsins að verðmæti 100,000 kr.
Eftirfarandi tilkynning kom frá Kjötbankanum og Dreifingu:
Kjötbankinn – Dreifing
Í tilefni af frábærum árangri landsliðs okkar í Matreiðslu á Olympíuleikum í Erfurt í Þýskalandi þá viljum við styrkja landsliðið Klúbb Matreiðslumeistara um 100.000.- kr og viljum skora á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama eða enn betur.
Til hamingju matreiðslumenn, bakarar og annað fagfólk.
Starfsfólk Kjötbankans og Dreifingar
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast