Vertu memm

KM

Kjötbankinn & Dreifing styrkja kokkalandsliðið um 100,000,-

Birting:

þann

Að halda úti starfsemi Landsliðs matreiðslumanna er kostnaðarsamt og krefst mikillar vinnu.  Þeir sem fylgst hafa með landsliðinu á undanförnum árum vita af hversu miklum metnaði meðlimir landsliðsins hafa unnið og það sama má segja um Klúbb Matreiðslumeistara, en Landslið matreiðslumanna er í umsjón KM.

Við skorum á birgja og aðra velunnara að skoða það alvarlega að veita styrk til landsliðsins.  Kjötbankinn og Dreifing hafa reitt fram rausnarlegan styrk til landsliðsins að verðmæti 100,000 kr.

Eftirfarandi tilkynning kom frá Kjötbankanum og Dreifingu:

Kjötbankinn  –  Dreifing

Í tilefni af frábærum árangri landsliðs okkar í Matreiðslu á Olympíuleikum í Erfurt í Þýskalandi þá viljum við styrkja landsliðið – Klúbb Matreiðslumeistara um 100.000.- kr og viljum skora á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama eða enn betur.

Til hamingju matreiðslumenn, bakarar og annað fagfólk.

Starfsfólk Kjötbankans og Dreifingar

 

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið