Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bræðurnir Anton og Ólafur opna kaffihúsið Kaldalæk í Ólafsvík
Heimilislegt lítið kaffihús í hjarta Sjómannagarðsins í Ólafsvík opnaði nú á dögunum. Það eru bræðurnir Anton Jónas og Ólafur Hlynur Illugasynir sem eru eigendur kaffihússins Kaldilækur, en um hugmyndina að opna kaffihús sagði Anton Jónas í samtali við Skessuhornið:
„Ég hef lengi velt því fyrir mér hvað lítið að gera fyrir ungt fólk hérna í Snæfellsbæ, eða í það minnsta hefur mér fundist það sárvanta kaffihús eða stað þar sem vinir geta komið saman og horft saman á leik í enska, spilað borðspil eða bara spjallað saman yfir kaffibolla.“
Í boði eru nokkrar tegundir af kaffi, bakkelsi, léttvín, samlokur, kökur svo fátt eitt sé nefnt. Kaldilækur tekur fimmtán manns í sæti. Staðurinn opnaði á 7, maí s.l. og hefur fengið góðar viðtökur.
Kaldilækur er fyrst og fremst hugsaður fyrir heimamenn en auðvitað eru allir velkomnir, segir Anton í samtali við Morgunblaðið en Anton kemur til með að standa vaktina sjálfur í sumar. Bróðir hans hyggst stunda strandveiðar í sumar en gæti stokkið til ef mikið verður að gera.
Myndir: facebook / Kaldilækur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin