Frétt
Hæstiréttur húðskammar Matvælastofnun fyrir framgöngu sína í máli Gæðakokka

Gæðakokkar sýknaðir í nautabökumáli.
Eigendur Gæðakokka voru hjónin Þ. Magnús Nielsson Hansen matreiðslumeistari og Vala Lee Jóhannsdóttir.
Mynd: skjáskot af heimasíðu Gæðakokka
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Matvælastofnun væri skaðabótaskylt vegna fréttar sem birtist á vef stofnunarinnar um að ekkert nautakjöt væri í nautabökum frá matvinnslufyrirtækinu Gæðakokkum.
Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að Hæstiréttur húðskammar Matvælastofnun fyrir framgöngu sína í málinu, meðferð þess hafi verið ólögmæt og hafi auk þess verið slíkum annmörkum háð af hálfu starfsmanna MAST að skilyrði um saknæmi hafi verið fullnægt. Matvælastofnun beri því ábyrgð á tjóni fyrirtækisins.
Vefur Matvælastofnunar birti frétt þess efnis í febrúar fyrir fjórum árum að ekkert nautakjöt væri nautaböku frá Gæðakokkum í Borgarnesi.
Fyrirtækið var síðan kært til lögreglu og loks ákært fyrir vörusvik en sýknað í Héraðsdómi Vesturlands. Dómurinn taldi að rannsókn málsins hefði verið ábótavant, aðeins eitt sýni hefði verið tekið og þessi mistök ekki gerð af ásetningi, að því er fram kemur á ruv.is sem fjallar nánar um málið hér.
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles





