Smári Valtýr Sæbjörnsson
Subway á Fitjum stækkar um rúmlega helming
Subway á Fitjum í Reykjanesbæ hefur nú opnað að nýju eftir miklar og gagngerar endurbætur og stækkun. Veitingastaðurinn hefur rúmlega tvöfaldast að stærð, er nú 180 fermetrar og rúmar 65 manns í sæti.
Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur, en fréttamaður veitingageirans kíkti á staðinn sem er orðinn bæði stærri og glæsilegri. Subway á Fitjum er orðinn einn af stærstu Subway stöðum landsins.
Í tilkynningu frá Subway segir að stækkunin var liður í að bæta þjónustu á svæðinu og mæta mikilli aukningu á aðsókn.
„Við sjáum aukna aðsókn undanfarna mánuði með auknum straumi ferðamanna til landsins. Margir ferðamenn koma hingað á ferð sinni til og frá Leifstöð. Staðurinn verður opinn allan sólarhringinn. Að auki mun Subway opna glænýjan veitingastað á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur innan skamms. Þá verða Subway staðirnir orðnir 24 talsins“
, segir Fríða Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Subway.
Myndir: Subway.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur