Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Subway á Fitjum stækkar um rúmlega helming

Birting:

þann

Reykjanesbær - Subway

Subway á Fitjum í Reykjanesbæ hefur nú opnað að nýju eftir miklar og gagngerar endurbætur og stækkun. Veitingastaðurinn hefur rúmlega tvöfaldast að stærð, er nú 180 fermetrar og rúmar 65 manns í sæti.

Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur, en fréttamaður veitingageirans kíkti á staðinn sem er orðinn bæði stærri og glæsilegri.  Subway á Fitjum er orðinn einn af stærstu Subway stöðum landsins.

Reykjanesbær - Subway

Í tilkynningu frá Subway segir að stækkunin var liður í að bæta þjónustu á svæðinu og mæta mikilli aukningu á aðsókn.

„Við sjáum aukna aðsókn undanfarna mánuði með auknum straumi ferðamanna til landsins. Margir ferðamenn koma hingað á ferð sinni til og frá Leifstöð. Staðurinn verður opinn allan sólarhringinn. Að auki mun Subway opna glænýjan veitingastað á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur innan skamms. Þá verða Subway staðirnir orðnir 24 talsins“

, segir Fríða Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Subway.

Myndir: Subway.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið