Markaðurinn
Veitingahús verðlaunuð af Icelandic Lamb – Myndir
Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Þetta var í fyrsta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar. Þriggja manna dómnefnd skipuð þeim Hafliða Halldórssyni matreiðslumanni, sem er formaður, Sigurlaugu M. Jónasdóttur útvarpskonu hjá RÚV og Dominique Plédel Jónsson hjá SlowFood Reykjavík, valdi staðina sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Áætlað er að þetta verði árviss viðburður.
Yfir 60 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar bænda í verkefninu Icelandic Lamb og setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vönum og sala á lambakjöti hjá samstarfsstöðunum hefur aukist verulega samhliða samvinnunni. Þetta er hluti af stærra verkefni undir yfirskriftinni Aukið virði sauðfjárafurða.
Þeir staðir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru:
- Fiskfélagið
- Fiskmarkaðurinn
- Hótel Smyrlabjörg í Suðursveit
- Íslenski Barinn
- Gallery Restaurant Hótel Holti
- Grillið Hótel Sögu
- Lamb Inn í Eyjafjarðarsveit
- Matur og Drykkur
- Smurstöðin í Hörpu
- Vox á Hilton Hótel Reykjavík
Meðfylgjandi myndir eru frá verðlaunaathöfninni á Hótel Sögu:
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný