Markaðurinn
Veitingahús verðlaunuð af Icelandic Lamb – Myndir
Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Þetta var í fyrsta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar. Þriggja manna dómnefnd skipuð þeim Hafliða Halldórssyni matreiðslumanni, sem er formaður, Sigurlaugu M. Jónasdóttur útvarpskonu hjá RÚV og Dominique Plédel Jónsson hjá SlowFood Reykjavík, valdi staðina sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Áætlað er að þetta verði árviss viðburður.
Yfir 60 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar bænda í verkefninu Icelandic Lamb og setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vönum og sala á lambakjöti hjá samstarfsstöðunum hefur aukist verulega samhliða samvinnunni. Þetta er hluti af stærra verkefni undir yfirskriftinni Aukið virði sauðfjárafurða.
Þeir staðir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru:
- Fiskfélagið
- Fiskmarkaðurinn
- Hótel Smyrlabjörg í Suðursveit
- Íslenski Barinn
- Gallery Restaurant Hótel Holti
- Grillið Hótel Sögu
- Lamb Inn í Eyjafjarðarsveit
- Matur og Drykkur
- Smurstöðin í Hörpu
- Vox á Hilton Hótel Reykjavík
Meðfylgjandi myndir eru frá verðlaunaathöfninni á Hótel Sögu:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar















