Vertu memm

Freisting

Nýr veitingastaður Vocal

Birting:

þann


Kristján Yfirmatreiðslumaður Vocal

Síðastliðið vor voru heilmiklar breytingar gerðar á Flughótelinu í Keflavík en 20 herbergi bættust við og nýr veitingasalur sem fékk nafnið Vocal.

Eldhúsið fært niður á jarðhæð og má segja að vel hafi til tekist að leysa þá annmarka sem á veitingadeildinni voru en undirritaður þekkti það af eigin raun.

Kallinum var boðið í fimmtugsafmæli hjá nemanum úr Offanum og var slegið saman reunion af fyrrverandi staffi Offans og voru þar mættir brytinn af Reykjafossi, klósettgengið, frosti, lalli klútur, bíbinn og fundarstjórinn og var svo góð mæting af fagmönnum að félagsfundur hjá Matvís væri nokkur ár að ná í þennan fjölda.

Var ferðin einnig notuð til að kíkja á hvað félagarnir á Flughótelinu væru að sýsla.  Gist var í einu af nýju herbergjunum og var kallinn ekki svikinn af því.  Salurinn er virkilega huggulegur og tekur um 100 manns í sæti, góður bar og allt annað yfirbragð yfir öllu.


Kjartan Erlingsson, matreiðslumeistari

Um kvöldið var jólahlaðborð og var það alveg prýðilegt ekki fullt af gumsi heldur matur og var það sem heillaði mig einna mest var graflaxrúlla með laxafarsi mjög bragðgott og sýndi að eldhúsið kunni meira en að sneiða laxinn, einnig var bakaði laxinn góður, í heita matnum var val um purusteik, prime beef, lambalæri og hamborgarhrygg.

Valdi ég sneið af purusteik og nautinu og vá þegar Kjartan skar nautið alveg æðislega fallega jafnrautt í gegn og hlakkaði ég mikið til að smakka á því og þvílík himnasæla, kjötið svo lúnamjúkt að tennur voru óþarfar og sama upp á teninginn í purusteikinni,lúnamjúk og puran stökk, mér er spurn afhverju er kjöt yfirleitt betur eldað ( þá er ég ekki að meina meira eldað ) á landsbyggðinni en í borginni, þar sem miðjan er yfirleitt hrá og seig.

Fór sæll og saddur yfir götuna í afmælið kl 21:30 og hafði gaman af þökk sé klósettgenginu og bræðslumeistaranum.

Á þriðjudagskvöldi var kallinn aftur mættur en nú skyldi taka tékk á 2 signiture diskum hjá Kristjáni Yfirmatreiðslumanni og fyrst kom innbökuð reykt ýsa og humar í laufabrauði (kryddað með hvítlauk, chilli tómötum og blaðlauk) á rauðlasukssultu og kartöflu alveg geggjuð hugmynd og æðisleg á bragðið og það sem mér finnst alltaf best er þegar matreiðslumaðurinn nær að dansa á þessari línu bragða án þess að eitt skemmi fyrir öðru glæsilegt.

Næst var það Marineraður skötuselur í tortillu með blaðlauk og sveppum, þurrkaðari hráskinku og balsamic glaze og ekki var hann síðri alveg fyrna skemmtilegur réttur og verður spennandi að fylgjast með þeim félögum hvað verður í pottunum hjá þeim, þegar vora tekur, ég segi bara haldið áfram á sömu braut og uppskeran verður ykkar.

Svarið við spurningu síðasta pistils var, svona endaði Nýjasta tækni og vísindi alltaf .

/Sverrir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið