Freisting
Athyglisverð hugmynd um íslistasafn í Vogum
Lista-, og matreiðslumaðurinn Ottó Magnússon hefur viðrað athyglisverða hugmynd við bæjaryfirvöld í Vogum um íslistasafn. Um yrði að ræða niðurgrafið 1000 fermetra safn sem ekki á sér hliðstæðu í heiminum.
Óttó er þekktur af tilkomumiklum ísskúlptúrum sínum sem hann hefur skapað fyrir hin ýmsu tækifæri en hann er Íslandsmeistari í klakaskurði og hlaut fyrir nokkrum árum annað sæti í snjóskurðarkeppni á Grænlandi.
Mig langar að gera þetta almennilega en það passar ekki að vera með þetta á milli húsa. Hugmyndin er að byggja þetta ofan í gryfju eða gjá þannig að þetta verði eins og stór hellir. Þetta er því ekkert ósvipað og íshótelið fræga í Svíþjóð, nema að þetta er listasafn en ekki hótel, segir Óttó aðspurður um hugmyndina.
Flatarmál íslistasafnsins yrði um það bil eitt þúsund fermetrar og umgjörðin sköpuð með áhrifamikilli lýsingu og hljóði þannig að úr yrði draumkennd töfraveröld. Sérstakur vélbúnaður yrði notaður við sjálfa frystinguna.
Áðurnefnt íshótel í Svíþjóð laðar til sín milljónir ferðamanna á ári hverju og er því ekki ólíklegt að íslistasafnið hefði mikið aðdráttarafl, ekki síst í ljósi þess hve nálægt það yrði við alþjóðaflugvöllinn. Óttó segist ekki vita til þess að íslistasafn sé til annars staðar þannig að líklega ætti það sér enga hliðstæðu. Auk verka hans yrðu á safninu verk eftir aðra ís-skúlptúrista en Ottó hefur kynnst þeim nokkrum á ferðum sínum um heiminn í tengslum við listsköpun sína. Ottó segist reikna með að 30-50 störf myndu skapast við framkvæmdina.
Ég er búinn að vera með þessa hugmynd í maganum í mörg ár og fannst vera kominn tími til að viðra hana og kanna undirtektir. Þetta er nýsköpunarhugmynd og það veitir víst ekki af þeim núna.
Bæjarráð Voga hefur tekið vel í hugmyndina og óskar eftir nánari útfærslu áður en afstaða verður tekin til málsins.
Greint frá á Vf.is
Mynd: Freisting.is | [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan