Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opna íslenskt kaffihús í Vín

Vínarborg er höfuðborg Austurríkis og er stærsta borg landsins. Þar búa rúmlega 1,8 milljónir manna.
Harpa Hilty Henrysdóttir og kona hennar Steff Hilty, sem er frá Liechtenstein, opnuðu í lok febrúar kaffihúsið Home – Icelandic and Home Cooking, íslenskt kaffihús í Vín.
Þær bjuggu áður á Ísafirði, þar sem Steff vann á kaffihúsinu Bræðraborg en Harpa kenndi við grunnskólann.
„Okkur langaði út í heim og þá þurftum við að finna okkur eitthvað sniðugt að gera. Þar sem Steff er afbragðsgóður kokkur ákváðum við að opna íslenskt kaffihús einhvers staðar í þýskumælandi Evrópu. Vínarborg varð fyrir valinu þar sem hún er sérstaklega fjölskylduvæn og vinaleg borg, en tvær dætur mínar, átta og tólf ára, eru með okkur hérna“
, segir Harpa í samtali við Morgunblaðið sem fjallar nánar um kaffihúsið hér, en Harpa bætir við að ef þær hefðu vitað fyrir fram hversu mikil skriffinnskan væri í kringum það að opna veitingastað í Austurríki hefðu þær kannski farið eitthvert annað.
Mynd: úr safni / veitingageirinn.is

-
Keppni10 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata