Frétt
Áhugaverður hittingur – Vinsamlegast deilið og látið vita
Í tilefni þess að Matarmarkaður Búrsins verður haldinn helgina 18.-19. mars
Í tilefni þess að Matarmarkaður Búrsins verður haldinn helgina 18.-19. mars, verður boðið upp á óformlegan hitting matarfrumkvöðla, veitingamanna og heildsala. Facebook hópurinn Matarfrumkvöðlar standa fyrir hittingnum, sem verður haldinn mánudaginn 20. mars kl 13:00 á Bryggjan Brugghús.
Hugmyndin er að byggja brú milli þessara geira, en nokkuð virðist bera í milli. Allir vita að samskipti og samtöl sem byggja á málefnalegum lausnum eru árangursrík til framþróunar. Ef vel tekst til verða hittingar tíðari og tekur undirbúningshópurinn vel í allar hugmyndir.
Ingi Björn Sigurðsson mun leiða hittinginn og verður m.a. tæpt á eftirfarandi spurningum:
1) Hvernig geta heildsalar og íslenskir framleiðendur unnið betur saman?
2) Fá veitingamenn hráefnið sem þeir vilja og hvað vantar?
3) Hvernig er best fyrir framleiðendur að dreifa vörunni sinni?
Það verða m.a stutt erindi:
Brynja Laxdal kynnir verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Gísli Matthías Auðunsson fjallar um rekstrarumhverfi Slippsins í Vestmannaeyjum og hvernig gangi að fá hráefni.
Codland kynnir heilsudrykkinn Öldu
Tjörvi Bjarnason kynningarstjóri Bændasamtakana mun segja frá matvælaverðlaununum Emblu.
Viðburðurinn er öllum opin en nauðsynlegt er að boða komu sína.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






