Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Bauhaus

Veitingahjónin Margrét Guðjónsdóttir og Þór Ólafur Hammer voru áður með veitingastaðinn Grillið Hjá Möggu í Hveragerði
Mynd úr safni: Lárus Ólafsson
Caffe Bristól er nýtt kaffihús/ veitingastaður í Bauhaus á Íslandi við Lambhagaveg 2 í Reykjavík, þar sem boðið er upp á heitan mat i hádeginu og það helsta af grillinu sem opnar klukkan 10;00 virka daga og um helgar er grillið opið frá klukkan 12:00. Gúllassúpa, kakósúpa hamborgarar, smurt brauð, heitar samlokur, sveitabjúgur, plokkfiskur, hrossagúllas, snitzel, grjónagrautur, kökur, vöfflur er á meðal rétta Caffe Bristól.
Eigendur eru þau hjónin Margrét Guðjónsdóttir og Þór Ólafur Hammer, en þau ráku áður Grillið hjá Möggu í Hveragerði og einnig tjaldsvæðið í Hveragerði í 7 ár.
“Sérstaða Caffe Bristól eru hlýjar móttökur, fallegt útsýni og afar heimilislegt. Á boðstólnum er heitur matur i hádeginu sem eru sóttir til mömmu og ömmu, sem er bæði hægt að taka með og borða á staðnum, en réttur grillsins er meðal annars Bristólborgari sem er afar sérstakur og góður“
, sagði Margrét í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um sérstöðu Caffe Bristól.
Margrét starfaði eitt sinn sem smurbrauðsdama á Hótel Sögu og hefur unnið á ýmsum stöðum hér á landi, t.a.m. á Brauðbæ, Veitingamanninum/ Höfðakaffi, að auki í Noregi, Danmörku og einnig starfaði hún á dvalarheimilinu Höfða Akranesi. þau hjónin hafa starfað sem leiðsögumenn. Margrét starfaði einnig i Upplýsingamiðstöð Suðurlands i Hveragerði.
Þór Ólafur hefur unnið á ýmsum stöðum þ.á.m. Akri á Akranesi, Össuri og Aðföngum og einnig i matvælaiðnaðinum Danmörku.
Myndir: facebook / Caffe Bristól Bauhaus
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið20 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu








