Markaðurinn
Karl K Karlsson lækkar verð
Karl K Karlsson hefur tekið til gagngerar endurskoðunar verð á áfengum vörum í sínu vöruvali og í kjölfarið lækkað verð á fjölmörgum tegundum af léttvínum og sterku áfengi. Helsta ástæða þessa verðbreytinga eru hagstæðari samningar við birgja og gengisstyrking krónunnar.
Þetta gildir bæði um tegundir í vöruvali ÁTVR sem og þeirra vara sem standa veitingamönnum til boða. Okkar von er sú að þessi lækkun skili sér beint til neytanda og muni stuðla að betra samstarfi við viðskiptavini okkar á veitingamarkaði.
Sem dæmi um verðlækkanir má nefna allt að 25% verðlækkun á premium tequila frá Patron, 13% verðlækkun á Valdo Prosecco og allt að 20% verðlækkun á nýsjálensku gæðavínunum frá Villa Maria.
Þetta er aðeins brot af þeim lækkunum sem orðið hefur á vöruvali og bendum við öllum á að kynna sér verðlistann okkar sem nú er aðgengilegur á heimasíðu okkar.
Mánaðarlega uppfærum við þennan lista og bætum oftar en ekki við spennandi tilboðum sem við viljum hvetja alla veitingamenn til að nýta sér sem og aðra viðskiptavini, en allar vörur er hægt að sérpanta í gegnum ÁTVR.

-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag