KM
Keppnin um matreiðslumann ársins
Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara hefur ákveðið að færa keppnina um matreiðslumann ársins yfir á haustið í stað seinnipart vetrar eins og verið hefur í mörg ár. Nokkrar ástæður liggja að baki þessari ákvörðun. Haustið hentar mjög vel vegna árstíðabundins framboðs af hráefni og þá stemmir hún betur við sýninguna á Akureyri þar sem keppnin fer fram annað hvert ár. Einnig hefur sýningin í Smáranum breyst úr matarsýningu í ferða- og golfsýningu og hentar því ekki lengur að vera með matreiðslukeppni þar inni.
Framkvæmdanefnd um keppnina matreiðslumaður ársins hefur ákveðið að keppnin verði haldin á bilinu 10. sept -15. okt og verður keppt með leyndarkörfu úr haustmat. Staðsetning og nánara fyrirkomulag verður kynnt síðar.
Fyrir hönd stjórnar Klúbbs matreiðslumeistara
Ingvar Sigurðsson
Forseti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028





