Freisting
Safnahelgi á Suðurlandi 7. 9. nóvember 2008
Þetta var í fyrsta sinn sem Safnahelgin var haldin með þessum formerkjum, en undanfarin 4 ár hafði verið haldinn safnadagur í Vestmannaeyjum.
Núverandi skipuleggjendur voru Safnaklasi Suðurlands og Matarkista Suðurlands og tóku þátt um 100 aðilar í verkefninu frá Kambabrún að Kirkjubæjarklaustri og verður fjallað hér um þessa helgi frá sjónarmiði Matarkistunnar ( www.sofnasudurland.is ).
Allt hófst þetta fimmtudaginn 6 Nóvember með setningar athöfn í Veiðisafninu á Stokkseyri (www.hunting.is ), sem útaf fyrir sig er stórfengleg ásjón og hvet ég menn að bregða undir sig betri fætinum og heimsækja safnið, ég get nánast lofað að það kemur á óvart. Ýmsir tóku til máls en að lokum var það Friðrik Pálsson á Hótel Rangá
( www.hotelranga.is ) sem setti hátíðina og bauð í veitingar sem þeir Bjarki Hilmarsson á Hótel Geysi ( www.geysircenter.com ) og Pétur Andrésson á Rauða Húsinu ( www.raudahusid.is ) höfðu útbúið í tilefni dagsins og eins og sést á myndunum sem fylgja með var fjölbreytni í fyrirrúmi og allt hráefni úr héraði.
Mátti þar sjá Saltkjöt og baunir í terrinu, Saltfiskbrandade, Humar á spjóti, plokkfiskur á hverabrauðs randalínu, reyktur lax á brauði, ábrestir með rabbabarakaramellu, íslensk Parmaskinka, reykt gæsarúlla, kartöflukaka, tómatseyði, panna cotta með islenskum jarðaberjum og gerfifiskur með kartöflusmælki, en uppskrift að þessum rétti fann Bjarki í bók sem heitir 100 réttir matar eftir Guðmundu Nilsen og kom út árið 1929, en þar segir um gerfifisk, takið eggjahvítur sláið út, setjið í form og bakið, kælið, skerið í bita, velt upp úr hveiti, eggi og raspi og pönnusteikt og það get ég sagt ykkur að margur myndi falla fyrir þessu og dásama fiskinn, prófið bara sjálfir.
Myndir og texti: Sverrir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or