Nemendur & nemakeppni
Þessi hrepptu titilinn matreiðslu- og framreiðslunemar ársins 2016
Nemakeppni í matreiðslu og framreiðslu fór fram í Hótel- og matvælaskólanum dagana 16. og 23. nóvember sl. Forkeppni var haldin viku fyrr eða miðvikudaginn 16. nóvember sl. vegna fjölda þátttakenda. Í forkeppninni kepptu 21 um að komast í úrslitakeppnina í matreiðslu þann 23. nóvember sl. en fimm stigahæstu keppendurnir komust áfram í úrslitakeppnina.
Keppendur í matreiðslu áttu að matreiða tvo rétti; fiskrétt og eftirrétt fyrir tvo einstaklinga. Þeir áttu að hanna réttina og öll aðferðafræði og framsetning átti að byggja á klassískum aðferðum og næringarfræðilegum áherslum.
Í framreiðslu fólst keppni nemanna í því að dekka upp fjögurra rétta kvöldverðaborð með vínum fyrir tvo gesti; í blöndun drykkja; í servéttubrotum og ýmsum fagbóklegum þáttum.
Í matreiðslu voru hæst þau Ásdís Björgvinsdóttir, nemi á Sjávargrillinu. Meistari hennar er Gústav Axel Gunnlaugsson og Kristinn Gísli Jónsson nemi á Bláa lóninu. Meistari hans er Ingi Þórarinn Friðriksson.
Í framreiðslu voru hæstar þær Alma Karen Sverrisdóttir nemi á Icelandair Hótel Natura og Gréta Sóley Arngrímsdóttir nemi á Icelandair Hótel Natura. Meistari þeirra er Sigrún Þormóðsdóttir.
Að nemakeppninni standa Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, Matvæla- og veitingafélag Íslands, MATVÍS og Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi.
Sigurvegararnir keppa fyrir hönd Íslands í Norrænu nemakeppninni sem fer fram í Helsinki dagana 21. og 22. apríl 2017.
Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana