Freisting
Með landsliðið í mötuneytinu
Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður byggir á frönskum grunni í matargerð en leggur þó jafnframt áherslu á léttleika. Hann undirbýr sig nú ásamt landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í Þýskalandi næsta haust.
Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslumaður á Grillinu, varði nokkrum mánuðum á Michelinveitingastað í Frakklandi eftir að hann útskrifaðist sem matreiðslumaður fyrir um áratug. Þetta var hollur og góður skóli og síðan hefur maður svolítið fylgt þessari línu.
Grunnurinn er franskur en svo reynir maður að leika sér aðeins með skemmtilegt hráefni og fersk brögð, segir Bjarni sem leggur jafnframt mikið upp úr léttleikanum.
Við viljum ekki vera með þungar smjörsósur sem skilja eftir stein í maga. Við viljum létta matinn upp og gera þetta að skemmtilegri upplifun þannig að þú getir farið og dansað eftir fimm rétta máltíð, segir hann.
Íslenskir kokkar í víking
Nýir og ferskir straumar í matreiðslu eru ekki lengi að ná til Íslands að sögn Bjarna. Íslenskir kokkar eru mjög duglegir að ferðast og við höfum útskrifað ansi marga kokka á Hótel Sögu sem hafa verið sendir í víking út í heim.
Það eru fyrrverandi kokkar af Grillinu að vinna í London, Svíþjóð og á mörgum fleiri stöðum.
Þeir koma oft með uppskriftir í rassvasanum sem við fáum kannski að kíkja í. Ef það kemur einhver tískubylgja er hún voðalega fljót að skila sér. Þá flykkjast allir kokkarnir í flugvél og taka hana út, segir Bjarni.
Elda fyrir 110
Auk þess að stjórna eldhúsinu á Grillinu hefur Bjarni farið fyrir kokkalandsliðinu sem undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleikana í Þýskalandi í október. Við þurfum að elda fyrir 110 manns á fjórum tímum og við erum byrjaðir að æfa. Ef það eru einhver fyrirtæki og stofnanir sem vilja styrkja okkur hafa þau stundum fengið okkur í mötuneytið hjá sér og við höfum eldað fyrir 110 manns. Það er ekki slæmt að vera með landsliðið í mötuneytinu, segir Bjarni Gunnar Kristinsson að lokum.
-
Bjarni lærði á Hótel Sögu á árunum 1994-1997.
-
Hann hefur unnið á Hótel Sögu mestallan sinn starfsferil og er nú yfirmatreiðslumaður á Grillinu.
-
Bjarni hefur verið í landsliðinu frá árinu 2000 og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum mótum með því.
Greint frá í 24 Stundum í dag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s