Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður opnar á Laugaveginum – Matwerk

Birting:

þann

Matwerk - Laugavegur

Matwerk er nýr veitingastaður sem staðsettur er við Laugaveg 96.  Eigendur eru Guðjón Kristjánsson og Þórður Bachman.

Staðurinn tekur 85 manns í sæti og opnunartíminn er í skoðun og má reikna með frá klukkan 11:00 á morgnana til 23:00 eða miðnættis en það fer eftir stemningunni.  Yfirkokkur á Matwerk er Stefán Hlynur Karlsson sem kemur frá Fiskfélaginu.  Yfirþjónn er Guðmundur Halldór Atlasson en hann lærði fræðin sín hjá Íslandshótelum.  Matwerk hannaði Haraldur Friðgeirs hjá Studioh.

Matwerk - Laugavegur

Matwerk - Laugavegur

„Nú styttist óðfluga að opnun, en unnið er að síðustu leyfum. Við reiknum með að geta opnað í kringum næstu helgi.“

, sagði Guðjón í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvenær Matwerk opnar.

Á Matwerk verður „New Nordisk Fusion“ matreiðsla.

„Við ætlum að keyra alla rétti sem smærri rétti, engir forréttir og engir aðalréttir, allt mitt á milli. Við erum að servera allt á milli þessa að vera með heimalagaðan hamborgara, salöt, fisk, svartfugl og steikur.  Einnig mun Matwerk keyra árstíðarbundið hráefni.“

, sagði Guðjón að lokum og óskum við eigendum og starfsfólki góðs gengis og til lukku með nýja veitingastaðinn Matwerk.

Matwerk - Laugavegur

Matwerk er vel merkt á Laugaveginum

Matwerk - Laugavegur

Hvetjum lesendur veitingageirans að læka facebook síðu Matwerks með því að smella hér.

 

Myndir: facebook.com / Matwerk

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið