Uncategorized
Valtýr Bergmann með Spassimongó sigraði
|
Kokkteil-keppni undir merkjum Finlandia Vodka Cup, fór fram 6. des. s.l. á veitingahúsinu Kaffi-Sólon.
Á annan tug uppskrifta barst og fengu allir sem sendu inn uppskrift að spreyta sig með því að laga sína uppskrift til þess að þær tilfinningar sem tengdar voru drykknum fengju að njóta sín.
Leikar fóru þannig að reynslan sigraði þar sem Valtýr Bergmann fór með drykkinn Spassimongó. Valtýr er sigursæll, hokinn af reynslu og hefur víða farið við góðan orðstír.
Valtýr mun leggja land undir fót með uppskriftina af Spassimongó í farteskinu og halda til Lapplands þar sem hann mun þreyta kapp við barþjóna frá öðrum löndum í keppni sem nefnist Finlandia Vodka Cup International.
Við óskum Valtý til hamingju með sigurinn og megi hann eiga sigursæla ferð.
Spassimongó:
- 4 cl. Finlandia Mango
- 1 cl. Drambuie
- 1,5 cl. Pisang ambon de kuyper
Hristur
- Fyllt upp með Burn orkudrykk
- Skreyting: Ferskir ávextir / grænmeti
Höf: Valtýr Bergmann
Vefsíða Barþjónaklúbbs Íslands: www.bar.is
Mynd: Bar.is | [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði