Uncategorized
Valtýr Bergmann með Spassimongó sigraði
|
|
Kokkteil-keppni undir merkjum Finlandia Vodka Cup, fór fram 6. des. s.l. á veitingahúsinu Kaffi-Sólon.
Á annan tug uppskrifta barst og fengu allir sem sendu inn uppskrift að spreyta sig með því að laga sína uppskrift til þess að þær tilfinningar sem tengdar voru drykknum fengju að njóta sín.
Leikar fóru þannig að reynslan sigraði þar sem Valtýr Bergmann fór með drykkinn Spassimongó. Valtýr er sigursæll, hokinn af reynslu og hefur víða farið við góðan orðstír.
Valtýr mun leggja land undir fót með uppskriftina af Spassimongó í farteskinu og halda til Lapplands þar sem hann mun þreyta kapp við barþjóna frá öðrum löndum í keppni sem nefnist Finlandia Vodka Cup International.
Við óskum Valtý til hamingju með sigurinn og megi hann eiga sigursæla ferð.
Spassimongó:
- 4 cl. Finlandia Mango
- 1 cl. Drambuie
- 1,5 cl. Pisang ambon de kuyper
Hristur
- Fyllt upp með Burn orkudrykk
- Skreyting: Ferskir ávextir / grænmeti
Höf: Valtýr Bergmann
Vefsíða Barþjónaklúbbs Íslands: www.bar.is
Mynd: Bar.is | [email protected]
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu






