Freisting
Nóbelsveisla
Prinsessan Victoria við háborðið ásamt borðherra sínum Albert Fert og t.v. er Mario R Capecchi.
Nú hafa nýbakaðir nóbelsverðlaunahafar haldið frá hátíðarsalnum í Konserthúsinu í Stokkhólmi til kvöldverðar og veislu í bláa salnum í þinghúsinu. Samkvæmt hefð risu gestir úr sætum og skáluðu fyrir konungi og síðan skáluðu þeir aftur til að heiðra minningu Alfred Nobel.
Dagens Nyheter skýrir frá því á vefsíðu sinni að Sylvía drottning hafi klæðst síðkjól úr silki sem hannaður var af japanska hönnuðinum Gunyuki Torimaru sem starfar í London.
Krónprinsessan Victoria klæddist silkikjól sem Svíinn Per Engsheden hannaði en yngri systirin, Madelaine prinsessa klæddist sömuleiðis kjól eftir sænskan hönnuð, Lindu Nurk.
Blómaskreytingamenn hafa undanfarna þrjá daga unnið að því að skreyta salinn með 23 þúsun blómum sem flutt voru beint inn frá San Remo á Ítalíu. Litirnir í ár eru bleikt, drappað og rautt.
Fyrsta skemmtiatriði kvöldsins var ballett sem dró innblástur sinn af Línu Langsokk og var hann fluttur á meðan forrétturinn var borinn fram en það mun hafa verið humar. Í aðalrétt verður síðan borinn fram unghani frá Skáni með rauðvínssósu.
Greint frá á Mbl.is
Mynd: dn.se | [email protected]
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var