Vertu memm

Freisting

Players hækkaði mest

Birting:

þann


Players

Fjórtán veitingastaðir hækkuðu verð á matseðlum sínum eftir að lækkun virðisaukaskatts hinn 1. mars sem átti að leiða til þess að ódýrara yrði fyrir landsmenn að snæða á veitingastöðum.

Fréttastofu Stöðvar tvö tókst nú í vikunni að fá gögn Neytendastofu um verðkönnun sem gerð var til að kanna hvort lækkun virðisaukaskatts á matvælum hefði skilað sér út á matseðlana – eins og til stóð. Gögnin voru afhent eftir að fréttastofa kærði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Neytendastofa kannaði verð á 74 veitingastöðum þrisvar – í febrúar, síðan í mars, eftir að virðisaukaskattur var lækkaður – og loks í ágúst eftir að Neytendastofu höfðu borist fjölmargar ábendingar um að staðir sem lækkuðu í mars hefðu hækkað aftur fáeinum mánuðum síðar. Stofan birti niðurstöður sínar í ágúst – en hefur ekki viljað upplýsa um nöfn veitingastaðanna sem við höfum nú gert.

Í vikunni birtum við lista yfir þá veitingastaði sem höfðu hækkað verð hjá sér frá mars til ágúst. En lítum á hvaða veitingastaðir hækkuðu verð frá því fyrir virðisaukaskattslækkun og fram í ágúst. Einn staður sker sig úr – Players, þar sem verðið hefur hækkað um fjórðung, eða 24,9 prósent. Næstmesta hækkunin varð á stað sem er þó langt fyrir neðan Players – en það er Thorvaldsen sem hækkaði um 11,81%. Í þriðja sæti er síðan Rauðará sem hækkað um tíu prósent, Hereford er í fjórða með 9,49%, þá Tveir fiskar, Red Chili er í sjötta sæti en Café Victor hækkað um rösklega 5,7 prósent. Alls hækkuðu fjórtán veitingastaðir hjá sér verð á þessu tímabili, en hækkun hinna sjö var undir fimm prósentum.

Smellið hér til að horfa á myndskeið með fréttinni

Greint frá á Visir.is

Mynd: Players.is | [email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið