Uncategorized
Viskíflaska á 3,3 milljónir króna
|
Flaska af 81 árs gömlu skosku viskíi var seld á 54 þúsund dali, rúmar 3,3 milljónir króna á áfengisuppboði hjá Christie’s í gær í New York. Er uppboðið hið fyrsta frá því fyrir árið 1920 er bann var lagt við sölu áfengis í Bandaríkjunum.
Ekki er vitað hver það er sem keypti flöskuna en alls seldist áfengi fyrir 304,8 þúsund dali. Meðal þess sem seldist á uppboðinu voru 729 flöskur af viskíi sem seldar voru saman á 102 þúsund dali.
Viskíið dýra var eimað hjá Macallan í Skotlandi árið 1926, sett á flösku árið 1986 og umhellt í aðra flösku árið 2002.
Bann var lagt við uppboðum á áfengi þegar bann var lagt við sölu á áfengi í Bandaríkjunum á árunum 1920-1933 en New York ríki heimilaði uppboðin ekki á ný fyrr en á síðasta ári.
Smellið hér til að horfa á myndskeið frá uppboðinu ofl.
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s